Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 11:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ísak Óli skrifar undir fjögurra ára samning við FH (Staðfest)
Mættur í FH
Mættur í FH
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Óli Ólafsson hefur skrifað undir samning viðFH út 2027. Frá þessu greindi félagið á samfélagsmiðlum sínum rétt í þessu. Hann kemur frá danska liðinu Esbjerg þar sem hann hefur verið síðan 2021.

Ísak Óli er Keflvíkingur og er yngri bróðir Sindra Kristins markmanns FH. Ísak Óli, sem er 23 ára miðvörður, hefur leikið 2 A-landsliðsleiki og 36 yngri landsliðsleiki. Áður en hann fór til Esbjerg lék hann með SönderjyskE.

Af heimasíðu FH
Við tókum aðeins stöðuna á Ísaki og spurðum hann af hverju hann valdi Fimleikafélagið.

„FH sem klúbbur hefur alltaf heillað mig. Þeir sýndu mikinn áhuga og kom í raun enginn annar klúbbur til greina. Aðstæðan hjá FH er sú besta á landinu að mínu mati og heillar það mikið. Svo er það þjálfarateymið sem er virkilega sterkt hjá FH og er ég spenntur að vinna með þeim,” sagði Ísak Óli.

Hann talaði einnig um að stuðningsmenn FH ættu von á „leikmanni sem gefur alltaf 100% í alla leiki! Styrkleikar mínir liggja í einvígjum, varnarleik og er ég mikill liðsmaður.” Hann hélt svo áfram.. „Tímabilið leggst hrikalega vel í mig, við erum með sterkt lið og eigum að stefna hátt í sumar.”
Athugasemdir
banner
banner