Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 18:10
Brynjar Ingi Erluson
Liðsfélagi Arnórs kemur til greina sem leikmaður ársins
Sammie Szmodics er markahæstur í B-deildinni
Sammie Szmodics er markahæstur í B-deildinni
Mynd: Getty Images
Stjórn ensku fótboltadeildarinnar (EFL) hefur opinberað lista yfir þá leikmenn sem koma til greina sem leikmaður ársins í neðri deildunum.

Þrír leikmenn eru á lista í ensku B-deildinni. Kieran Dewsbury-Hall, leikmaður Leicester, hefur átt stórkostlegt tímabil til þessa og kemst á listann en þar má einnig finna Crysencio Summerville hjá Leeds United.

Sammie Szmodics, liðsfélagi Arnórs Sigurðssonar í Blackburn Rovers, er einnig tilnefndur. Blackburn hefur gengið ömurlega á tímabilinu en ekki er hægt að segja það sama um Szmodics.

Hann er með 23 mörk á tímabilinu og er sem stendur markahæstur, þremur mörkum á undan Adam Armstrong, leikmanni Southampton.

Kieran McKenna (Ipswich Town), Daniel Farke (Leeds), og Liam Rosenior (Hull City) eru allir tilnefndir sem stjóri ársins. Enzo Maresca, stjóri Leicester City, er ekki á listanum.
Athugasemdir
banner
banner