Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 15:00
Elvar Geir Magnússon
Mun fyrirliði Ítalíu ekki komast í EM hópinn?
Ciro Immobile.
Ciro Immobile.
Mynd: EPA
Ciro Immobile hefur átt slappt tímabil með Lazio og ítalskir fjölmiðlar velta því fyrir sér hvort hann muni missa af sæti í ítalska landsliðshópnum fyrir EM í sumar.

Þessi 34 ára sóknarmaður var gerður að fyrirliða landsliðsins af Luciano Spalletti þjálfara í september.

Hann hefur aðeins skorað sex mörk í 26 leikjum á tímabilinu og sparkspekingar velt því fyrir sér hvort hann sé heill.

Immobile er að berjast við Giacomo Raspadori, Mateo Retegui, Gianluca Scamacca og Moise Kean um sæti í hópnum.

Valentin Castellanos gæti hirt byrjunarliðssæti Immobile hjá Lazio og hafa verið sögusagnir um að Immobile gæti farið til Inter í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner