Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 03. apríl 2024 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Telur að Kane geti bætt markamet Lewandowski
Mynd: EPA

Harry Kane hefur farið hamförum með Bayern Munchen þó svo að liðinu hafi ekki gengið eins vel og ætlast er til af því.


Hann hefur skorað 30 mörk í þýsku deildinni í 25 leikjum en Robert Lewandowski skoraði mest 41 mark á einu tímabili í búningi Bayern.

Mario Basler fyrrum leikmaður Bayern telur að Kane eigi góða möguleika að bæta metið.

„Ég held að við höfum öll verið svolítið hissa að Harry Kane myndi hafa svona mikil áhrif. Það sem maður heyrir frá Munchen er að hann sé frábær náungi. Hann hlítur að vera heimsklassa manneskja og það er engin spurning að hann er það sem fótboltamaður. Ef hann meiðist ekki gæti hann bætt markamet Lewandowski," sagði 


Athugasemdir
banner
banner