Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Þýski bikarinn: Leverkusen örugglega í úrslit - Ísak spilaði allan leikinn
Bayer Leverkusen getur unnið tvöfalt í Þýskalandi
Bayer Leverkusen getur unnið tvöfalt í Þýskalandi
Mynd: EPA
Bayer 4 - 0 Fortuna Dusseldorf
1-0 Jeremie Frimpong ('7 )
2-0 Amine Adli ('20 )
3-0 Florian Wirtz ('35 )
4-0 Florian Wirtz ('60 , víti)

Bayer Leverkusen mun spila til úrslita í þýska bikarnum en þetta varð ljóst eftir 4-0 sigur liðsins á Fortuna Düsseldorf í kvöld.

Leverkusen er að eiga eftirminnilegt tímabil í Þýskalandi. Liðið hefur ekki enn tapað leik á tímabilinu og það ætlaði ekki að fara byrja á því í kvöld.

Jeremie Frimpong og Amine Adli komu liðinu í tveggja marka forystu á fyrstu tuttugu mínútum leiksins áður en sóknartengiliðurinn magnaði, Florian Wirtz, gerði þriðja markið tíu mínútum fyrir lok fyrri hálfleks.

Wirtz gerði endanlega út um leikinn með öðru marki sínu á 60. mínútu en það gerði hann úr vítaspyrnu.

Íslenski landsliðsmaðurinn Ísak Bergmann Jóhannesson spilaði allan leikinn á miðsvæðinu hjá Düsseldorf, sem er úr leik í bikarnum.

Leverkusen mætir B-deildarliði Kaiserslautern í úrslitum 25. maí næstkomandi. Leverkusen hefur aðeins unnið bikarinn einu sinni, árið 1993, en þetta er aðeins í fimmta sinn sem liðið kemst í úrslit.
Athugasemdir
banner
banner