Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 03. apríl 2024 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Veit ekki hvað gerist í sumar - „Líður voða vel í Flórens"
Icelandair
Alexandra í baráttunni við Söru Björk
Alexandra í baráttunni við Söru Björk
Mynd: Getty Images

Íslenska landsliðskonan Alexandra Jóhannsdóttir spilar með ítalska liðinu Fiorentina á láni frá þýska liðinu Frankfurt. Hún er hér á landi að undirbúa sig með landsliðinu fyrir leik gegn Póllandi í undankeppni EM.


Fótbolti.net ræddi við hana um tímabilið á ítalíu en Fiorentina hefur tapað þremur leikjum í röð en er í 3. sæti deildarinnar.

„Ég er að spila flesta leiki. Glatað að tapa þessum leikjum, við erum samt með níu stiga forskot á Meistaradeildarsæti, fimm leikir eftir, nóg eftir," sagði Alexandra.

Samningur hennar við Fiorentina rennur út í sumar en hún er opin fyrir því að vera áfram í herbúðum félagsins.

„Mér líður voða vel í Flórens, ég veit ekki hvað ég geri," sagði Alexandra.


Alexandra: Allavega helmingnum af liðinu líður vel hér
Athugasemdir
banner