Bayern reynir aftur við Walker - Neves til Man Utd?
   sun 03. júní 2018 18:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
HM spáin: D-riðill - 1. sæti
Argentína
Messi er besti leikmaður Argentína. Sumir vilja meina að hann sé besti fótboltamaður allra tíma.
Messi er besti leikmaður Argentína. Sumir vilja meina að hann sé besti fótboltamaður allra tíma.
Mynd: Getty Images
Messi og félagar á æfingu.
Messi og félagar á æfingu.
Mynd: Getty Images
Sampaoli þjálfar Argentínu.
Sampaoli þjálfar Argentínu.
Mynd: Getty Images
Springur Dybala út á HM.
Springur Dybala út á HM.
Mynd: Getty Images
Aguero getur skorað mörk.
Aguero getur skorað mörk.
Mynd: Getty Images
Argentínumönnum er spáð efsta sæti í D-riðli.
Argentínumönnum er spáð efsta sæti í D-riðli.
Mynd: Getty Images
Íslandi er spáð öðru sæti í D-riðli Heimsmeistaramótsins og það þýðir bara eitt, að Argentínu er spáð efsta sætinu. Argentína komst nálægt því að fá fúllt hús stiga frá spámönnum okkar.

Í D-riðlinum auk Íslands og Argentínu leika Nígería og Króatía. Talað hefur verið um að þetta sé „dauðariðillinn".

Sjá einnig:
Spáin fyrir A-riðil
Spáin fyrir B-riðil
Spáin fyrir C-riðil

Í spá fyrir riðlakeppnina fékk Fótbolti.net góða álitsgjafa í bland við starfsmenn okkar til aðstoðar.

Í dag eru 11 dagar þangað til HM í Rússlandi hefst.

Spámenn Fótbolta.net: Cloe Lacasse, Elvar Geir Magnússon, Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson, Gunnar Logi Gylfason, Ívan Guðjón Baldursson, Magnús Már Einarsson, Mist Rúnarsdóttir, Natasha Moraa Anasi, Orri Rafn Sigurðarson, Sara Hrund Helgadóttir, Tryggvi Guðmundsson.

Liðin fengu stig frá 1-4 eftir því sem þeim var spáð í riðlinum. Mest var því hægt að fá 44 stig, minnst 11 stig.

Spá Fótbolta.net fyrir D-riðil:

1. sæti. Argentína, 43 stig
2. sæti. Ísland, 27 stig
3. sæti. Króatía, 25 stig
4. sæti. Nígería, 15 stig

Um liðið: Argentína hefur unnið Heimsmeistaratitilinn tvisvar, síðast gerðist það 1986. Þetta er mögulega síðasti séns fyrir Lionel Messi að vinna HM, á meðan hann er á hátindi ferilsins. Argentína fór í úrslitaleikinn síðast en tapaði þar. Tekst þeim að fara alla leið núna?

Þjálfarinn: Jorge Sampaoli var ráðinn þjálfari Argentínu í maí 2017. Hann tók við starfinu af Edgardo Bauza sem var látinn taka pokann sinn eftir aðeins átta leiki í starfi. Með dyggri hjálp frá Messi tókst Sampaoli að stýra Argentínu inn á HM.

Sjá einnig:
Messi sá til þess að Argentína verður á HM - Síle situr eftir

Sampaoli, sem er Argentínumaður, er mjög góður þjálfari. Hann gerði góða hluti með Sevilla áður en hann tók við Argentinu, en var landsliðsþjálfari Síle þar áður. Sampaoli stýrði Síle til sigurs í Suður-Ameríkubikarnum árið 2015, en árið áður hafði liðið dottið úr leik á HM í 16-liða úrslitum gegn gestgjöfum Brasilíu.

Sampaoli vill spila pressubolta og leggur mikið upp á sóknarleik. Það verður væntanlega blásið til sóknar hjá Argentínumönnum.

Árangur á síðasta HM: Töpuðu úrslitaleiknum gegn Þýskalandi.

Besti árangur á HM: Heimsmeistarar 1978 og 1986.

Leikir á HM 2018:
16. júní, Argentína - Ísland (Moskva)
22. júní, Argentína - Króatía (Nizhny Novgorod)
26. Júní, Nígería - Argentína (St. Pétursborg)

Af hverju Argentína gæti unnið leiki: Þeir eru með besta fótboltamann sögunnar í sínu liði. Það er umdeild skoðun, en Messi á þann titil alveg skilið. Það yrði risastórt fyrir Messi að vinna HM og hann mun gera allt sem í sínu valdi stendur til að vinna mótið. Hann komst mjög nálægt því síðast og klæjar væntanlega enn eftir úrslitaleikinn í Ríó.

Messi var valinn besti leikmaður síðasta Heimsmeistaramóts og fékk verðlaun eftir að hafa tapað úrslitaleiknum. Sjaldan hefur maður séð einhvern jafn ósáttan við að fá verðlaun.


Messi er langbesti leikmaðurinn í þessu argentíska liði, en hann er með ágætis aukaleikara með sér eins og Aguero, Dybala, Di Maria svo einhverjir séu nefndir. Þjálfarinn, Sampaoli, er líka í góður í sínu fagi og undir hans stjórn ætti liðið að geta gert góða hluti.

Af hverju Argentína gæti tapað leikjum: Segja má að Argentína hafi ekki enn náð að finna leiðina til að spila þannig að Messi njóti sín almennilega. Þó liðið hafi komist í úrslit fyrir fjórum árum síðan var liðið ekki að spila neinn blómstrandi fótbolta. Ef Sampaoli finnur ekki réttu formúluna fyrir Messi þá gæti Argentína lent í vandræðum. Það má minnast á það að Argentína tapaði 6-1 fyrir Spáni í vináttulandsleik þar sem Messi var ekki með, hann er ótrúlega mikilvægur.

Að bera saman vörn og sókn hjá Argentínu er magnað. Liðið er með bestu sóknarmenn heims í sínum röðum en þegar kemur að varnarleiknum eru ekki eins mikil gæði.

Það er enginn viss um það hvernig Argentína mun stilla upp í fyrsta leik, það er mikil óvissa þar sem Sampaoli hefur verið að prófa mikið og þá vantar upp á leikformið hjá nokkrum leikmönnum Argentínu, til að mynda hjá Aguero.

Stjarnan: Lionel Messi. Það þarf ekki að segja meira um það. Umdeilanlega besti fótboltamaður allra tíma.

Fylgstu með: Paulo Dybala. Leikmaður sem hefur slegið í gegn með Juventus en fær ekki eins stóra rullu hjá Argentínu. Fyrir nokkrum vikum síðan var meira að segja talað um að það hann yrði ekki í hópnum, en hann er í hópnum. Sóknarmaður með mikil gæði.

Líklegt byrjunarlið að mati Yahoo Sports (4-2-3-1): Franco Armani; Gabriel Mercado, Nicolas Otamendi, Federico Fazio, Nicolas Tagliafico; Lucas Biglia, Ever Banega; Angel Di Maria, Lionel Messi, Manuel Lanzini; Sergio Aguero.

Það er erfitt að spá í þetta. Ljóst er samt að Sergio Romero, aðalmarkvörður liðsins, verður ekki með vegna meiðsla. Yahoo veðjar á að Franco Armani verði í markinu frekar en Willy Caballero, sem er á mála hjá Chelsea.

Leikmannahópurinn:
Argentína er búið að velja sinn 23 manna hóp.

Markverðir: Nahuel Guzmán (Tigres), Wilfredo Caballero (Chelsea), Franco Armani (River Plate)

Varnarmenn: Gabriel Mercado (Sevilla), Cristian Ansaldi (Torino), Nicolas Otamendi (Manchester City), Federico Fazio (Roma), Marcos Rojo (Manchester United), Nicolas Tagliafico (Ajax), Marcos Acuna (Sporting CP).

Miðjumenn: Javier Mascherano (Hebei China Fortune), Eduardo Salvio (Benfica), Lucas Biglia (Milan), Giovani Lo Celso (PSG), Ever Banega (Sevilla), Manuel Lanzini (West Ham), Maximiliano Meza (Independiente), Angel Di Maria (PSG), Cristian Pavon (Boca Juniors),

Sóknarmenn: Paulo Dybala (Juventus), Lionel Messi (Barcelona), Sergio Aguero (Manchester City), Gonzalo Higuain (Juventus).
Athugasemdir
banner
banner
banner