Félög í Sádi-Arabíu vilja Casemiro og Bruno - Real vill fá Trent frá Liverpool - Alonso ætlar að stýra Liverpool, Real og Bayern
   þri 27. mars 2018 22:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eitt versta tap Argentínu frá upphafi - Sjáðu mörkin
Mynd: Getty Images
Lionel Messi var fjarri góðu gamni og Argentína tapaði 6-1 gegn Spáni í vináttulandsleik í kvöld.

Þetta er eitt versta tap Argentínu frá upphafi. Liðið hefur tvisvar áður tapað með þessari markatölu, gegn Tékkóslóvakíu á HM 1958 og gegn Bólivíu í undankeppninni fyrir HM 2010.

Argentína tapaði líka fyrir Kólumbíu árið 1993.

Hræðilegt tap fyrir Argentínu í einum af síðustu leikjum sínum áður en HM í Rússlandi hefst. Argentína hefur þar leik þann 16. júní, í Moskvu gegn okkur Íslendingum.

Hér að neðan eru mörkin úr leiknum í kvöld.

Spánn 6 - 1 Argentína
1-0 Diego Costa ('12)
2-0 Isco ('27)
2-1 Nicolas Otamendi ('39)
3-1 Isco ('52)
4-1 Thiago ('55)
5-1 Iago Aspas ('57)
6-1 Isco ('74)





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner