Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 08:30
Brynjar Ingi Erluson
„Chelsea vildi halda Mount en hann vildi taka skrefið og fara til Man Utd“
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea vildi helst af öllu halda Mason Mount hjá félaginu síðasta sumar en játaði sig sigrað og á endanum seldi það hann til Manchester United.

Man Utd keypti Mount frá Chelsea fyrir 60 milljónir punda á síðasta ári.

Englendingurinn hefur ekki komið mikið við sögu á tímabilinu vegna meiðsla, en þetta er hins vegar leikmaður sem Chelsea gerði allt til að reyna halda.

Miðjumaðurinn er uppalinn hjá Chelsea og var margoft boðið að endursemja við félagið en launakröfur hans voru of háar fyrir Lundúnaliðið.

„Ég held að Chelsea hafi ekki viljað selja hann. Þeir vildu halda honum og buðu honum margoft nýjan samning, en hann vildi taka þetta skref og fara til Manchester United,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Chelsea.

Mount mun snúa aftur á Stamford Bridge í kvöld en það verður í fyrsta sinn síðan hann yfirgaf Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner
banner