Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
England: Stórbrotið mark hjá Mac Allister og Liverpool aftur á toppinn
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Liverpool 3 - 1 Sheffield Utd
1-0 Darwin Nunez ('17 )
1-1 Conor Bradley ('58 , sjálfsmark)
2-1 Alexis MacAllister ('76 )
3-1 Cody Gakpo ('90 )


Liverpool endurheimti toppsætið í kvöld með torsóttum sigri gegn botnliði Sheffield United.

Darwin Nunez kom Liverpool í forystu eftir slæm mistök hjá Ivo Grbic markverði Sheffield. Hann ætlaði að sparka boltanum út en Nunez pressaði vel á hann og boltinn fór af Nunez og rúllaði í netið.

Liverpool var með þónokkra yfirburði í leiknum en tókst ekki að nýta sér það. Eftir tæplega klukkutíma leik tókst Sheffield að jafna metin þegar Conor Bradley varð fyrir því óláni að stýra boltanum undir Caoimhin Kelleher og í netið eftir fyrirgjöf frá Gustavo Hamer.

Alexis Mac Allister náði forystunni fyrir Liverpool þegar um stundafjórðungur var til loka venjulegs leiktíma þegar hann átti fast skot sem fór í bláhornið. Hann tók aukaspyrnu stuttu síðar en nú fór boltinn í samskeytin.

Það var síðan Cody Gakpo sem gulltryggði Liverpool sigurinn þegar hann skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf frá Andy Robertson.

Sjáðu markið hjá Mac Allister


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner