Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 13:59
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hausverkur að velja hver á að vera í markinu
Icelandair
Telma hefur varið mark Íslands í sjö af síðustu átta leikjum liðsins.
Telma hefur varið mark Íslands í sjö af síðustu átta leikjum liðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fanney Inga var frábær gegn Danmörku.
Fanney Inga var frábær gegn Danmörku.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á morgun mætast Ísland og Pólland í fyrsta leik undankeppninnar fyrir EM. Leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Það verður áhugavert að sjá hver verður í markinu en horft utan frá stendur valið fyrir þennan leik á milli Telmu Ívarsdóttur og Fanneyjar Ingu Birkisdóttur. Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving er einnig í hópnum.

Telma varði mark liðsins í umspilsleikjunum gegn Serbíu fyrr á þessu ári og hefur staðið í markinu í sjö af síðustu átta leikjum liðsins. Í leiknum gegn Danmörku í desember var Fanney í markinu og átti frábæran leik í frumraun sinni með landsliðinu. Fanney gat svo ekki spilað gegn Serbíu í umspilinu vegna meiðsla.

Landsliðsþjálfarinn Þorsteinn Halldórsson var á fréttamannafundi spurður hvort það væri hausverkur að velja hver ætti að vera í markinu gegn Póllandi.

„Já, það var alveg ágætis hausverkur, en ég er búinn að ákveða það og sá hausverkur er farinn."

„Ég horfi heilt yfir á hvernig þær hafa verið að spila undanfarið og hvað ég tel best í stöðunni,"
sagði Steini.
Athugasemdir
banner
banner
banner