Man Utd og Palace vilja Bellingham - Nathaniel Brown á blaði Arsenal, City og Real - Chelsea vill Wharton
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
   mið 03. apríl 2024 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kópavogsvelli
Vill fylgja á eftir draumnum í Danmörku - „Fattaði þetta ekki alveg"
Icelandair
'Það var erfitt að horfa á síðustu leiki, erfitt að sitja bara uppi í stúku, en ég hafði fulla trú á því að þær myndu klára þetta'
'Það var erfitt að horfa á síðustu leiki, erfitt að sitja bara uppi í stúku, en ég hafði fulla trú á því að þær myndu klára þetta'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigrinum í Danmörku fagnað.
Sigrinum í Danmörku fagnað.
Mynd: EPA
'Í dag er ég smá teipuð en ég er góð'
'Í dag er ég smá teipuð en ég er góð'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Leikurinn gegn Póllandi leggst mjög vel í, þetta er mjög gott lið og spenanndi að byrja þessa vegferð að komast á EM," sagði Fanney Inga Birkisdóttir við Fótbolta.net í gær.

Framundan er leikur gegn Póllandi í undankeppni EM. Leikurinn verður spilaður á Kópavogsvelli og hefst hann klukkan 16:45 á föstudag. Markvörðurinn er komin aftur í hópinn eftir að hafa meiðst í aðdraganda síðasta verkefni.

„Það er bara frábært að vera komin aftur, gaman að hitta stelpurnar aftur og takast á við þetta verkefni. Það var erfitt að horfa á síðustu leiki, erfitt að sitja bara uppi í stúku, en ég hafði fulla trú á því að þær myndu klára þetta."

„Ég datt úr lið á æfingu og það var bara horft á það þannig að það væri skynsamlegast að ég myndi ná mér alveg til baka. Þetta var skot, en það var ekki fast, eitthvað skrítið grip hjá mér, bara einhver óheppni. Í dag er ég smá teipuð en ég er góð."


Í undankeppninni mætir Ísland liðum Póllands, Austurríkis og Þýskalands heima og að heiman. „Riðillinn leggst mjög vel í mig, ég held að við eigum mjög góð tækifæri í honum og skemmtilegt að fá Þjóðverjana aftur."

Heldur þú að íslenska liðið sé á betri stað í dag en þegar liðið mætti Þýskalandi síðasta haust?

„Já, algjörlega. Við erum með tiltölulega ungt lið og erum að spila okkur saman. Ég held að við verðum bara betri með hverjum einasta leik."

Fanney varði mark Íslands gegn Danmörku í lokaleik riðilsins í Þjóðadeildinni. Það var hennar fyrsti landsleikur og var Fanney maður leiksins í sigri.

„Það er bara mjög gaman að koma inn eftir þann leik. Það er mitt að fylgja því eftir og sýna hvað í mér býr. Ég var smá í draumaheimi eftir þann leik, en svo þurfti maður að koma sér aftur niður á jörðina og fókusa á næsta leik og næsta tímabil."

„Það var mjög gaman að eiga þennan leik, sérstaklega á móti Danmörku líka. Þetta var smá súrrealískt líka, ég fattaði þetta ekki alveg fyrr en þetta var einhvern veginn bara búið og ég komin heim til Íslands,"
sagði Fanney.

Í viðtalinu er hún spurð út í Val og framtíðarhugsanir. Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.

Viðtölin eftir leikinn gegn Danmörku
   05.12.2023 20:43
Steini um Fanneyju: Örugglega besta frumraun í sögunni

   05.12.2023 20:54
Fanney fékk mikla gæsahúð: Er með frábæra leikmenn fyrir framan mig

   06.12.2023 12:27
Elísabet: Ég er ekki hissa á frammistöðu hennar

Tiltalið: Fanney Inga Birkisdóttir
Athugasemdir