Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 09:00
Elvar Geir Magnússon
„Komið þessum klippum til Gareth Southgate“
Foden fékk að eiga boltann.
Foden fékk að eiga boltann.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand.
Rio Ferdinand.
Mynd: Getty Images
Rio Ferdinand kallar eftir því að Gareth Southgate landsliðsþjálfari Englands noti Phil Foden sem einn af þremur miðjumönnum á Evrópumótinu í sumar.

Foden stal senunni með þrennu í 4-1 sigri Manchester City gegn Aston Villa í gær en þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu. Foden lék sem sóknarmiðjumaður í fjarveru Kevin De Bruyne en hann hefur farið á kostum í þeirri stöðu stóran hluta tímabilsins.

Foden spilar oftast úti á vængnum þegar De Bruyne er inni á vellinum og Southgate hefur ekki mikið notað hann á miðjunni hjá enska landsliðinu.

„Mér finnst hann þurfa að spila miðsvæðis fyrir England, við hlið Jude Bellingham. Helsta umræðuefnið núna er hvar þú nærð mestu út úr Phil Foden. Þessi myndskeið sem við erum að skoða svara því. Komið þessum klippum til Gareth," sagði Ferdinand á TNT Sports í gær.

„Declan Rice sem varnartengiliður og svo Bellingham og Foden. Leikskilningurinn hjá Foden er gríðarlega mikill og hann finnur alltaf leiðir. Hann leggur líka mikla vinnu á sig og er ekki feiminn við að vinna skítavinnuna líka, bretta upp ermarnar."

Foden er samtals kominn með 21 mark á tímabilinu í öllum keppnum, auk tíu stoðsendinga í 44 leikjum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner