Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 09:30
Elvar Geir Magnússon
Smith Rowe minnti á hæfileika sína
Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær.
Emile Smith Rowe átti frábæran leik í gær.
Mynd: Getty Images
Emile Smith Rowe fékk tækifærið í byrjunarliði Arsenal í gær og nýtti það virkilega vel, átti stóran þátt í báðum mörkunum í 2-0 sigri gegn Luton.

Smith Rowe er hæfileikaríkur leikmaður sem braust fram á sjónarsviðið á svipuðum tíma og Bukayo Saka. Hann hefur hinsvegar ekki náð að festa sig í sessi í byrjunarliðinu, meðal annars vegna meiðslavandræða.

Mikel Arteta er ekki þekktur fyrir að gera margar breytingar á sínu liði og þessi 23 ára sóknarmiðjumaður hefur verið notaður sparlega. Leikurinn í gær var þriðju byrjunarliðsleikur hans í deildinni á þessu tímabili og hann hafði aðeins spilað 20 mínútur af úrvalsdeildarfótbolta síðan í janúar þegar kom að leiknum gegn Luton.

„Það var ánægjuefni að sjá hann gera gæfumuninn í leik sem mun ekki skilja mikið eftir sig en færði Arsenal þremur stigum nær Englandsmeistaratitlinum," segir Nick Ames, fréttamaður Guardian.

Smith Rowe vann boltann í aðdraganda fyrra marksins og átti svo stoðsendingu að sjálfsmarki Luton. Hann var greinilega ákveðinn í að sýna sig og sanna en í seinni hálfleik var hann orðinn orkulaus enda leikæfingin ekki sú besta.



Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner