Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 04. apríl 2024 08:10
Elvar Geir Magnússon
Veik von Man Utd - „Ég er raunsæismaður“
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Erik ten Hag, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Ólíklegt er að United komist í Meistaradeildina.
Ólíklegt er að United komist í Meistaradeildina.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Erik ten Hag stjóri Manchester United viðurkennir að liðið eigi mjög veika von um að komast í Meistaradeildina. Hann segir að stækkandi meiðslalistinn sé stór ástæða.

United mætir Chelsea í kvöld og verður án varnarmannana Lisandro Martínez og Victor Lindelöf sem eru að glíma við vöðvameiðsli. Þeir verða frá í að minnsta kosti mánuð.

Meiðsli hafa bitið United fast í gegnum tímabilið. Luke Shaw og Tyrell Malacia eru fjarverandi svo endurkoma Raphael Varane og Jonny Evans á æfingar eru góðar fréttir.

„Ég geri miklar kröfur og það yrðu vonbrigði að komast í Meistaradeildinni. Ég veit að það verður mjög erfitt að komast þangað því staða okkar er ekki góð. Við munum samt auðvitað halda áfram og trúa því að þetta sé hægt," segir Ten Hag.

„Við erum að elta, staðan er ekki góð. Meiðslavandræðin gera okkur erfitt fyrir og ég er raunsæismaður. Samkeppnin er svo hörð og liðin mjög lík að getu."

Guardian fjallaði um það í nóvember að leikmenn United væri óánægðir með erfiðleikastigið á æfingum á undirbúningstímabilinu. Ten Hag telur hinsvegar að æfingarnar séu ekki ástæðan fyrir meiðslavandræðunum.

„Nei. Við höfum ekki æft of mikið. Það er nauðsynlegt að vera í standi í þessari öflugu deild, öðruvísi nærðu ekki að halda í við hraðann sem krafist er. Við æfðum ekki of stíft."

Manchester United er í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar, níu stigum á eftir Tottenham sem er í fimmta sæti og ellefu stigum á eftir Aston Villa í fjórða sæti. Góðar líkur eru á því að fimmta sætið gefi þátttöku í Meistaradeildinni.
Enski boltinn - Óhefðbundið topplið
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner