Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   þri 05. mars 2024 22:30
Ívan Guðjón Baldursson
Stuðningsmenn Lazio sungu lofsöngva um Hitler
Mynd: EPA
Lazio heimsótti FC Bayern í 16-liða úrslitum í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld og steinlágu Ítalirnir á erfiðum útivelli.

Bayern verðskuldaði 3-0 sigur og fer áfram í 8-liða úrslitin þrátt fyrir að hafa tapað fyrri leiknum 1-0 í Róm.

Hluti stuðningsmanna Lazio sem ferðaðist með liðinu til München rataði í fjölmiðla á Ítalíu vegna sorglegrar hegðunar í Þýskalandi. Um 100 stuðningsmenn liðsins hittust á sögulegu brugghúsi í Munchen, þar sem Adolf nokkur Hitler setti gamla þýska nasistaflokkinn á laggirnar fyrir rúmum 100 árum síðan.

Þar drukku þeir bjór og sungu lofsöngva um Adolf Hitler og Benito Mussolini, fasistaleiðtoga Ítalíu í seinni heimsstyrjöldinni. Myndband af þessum fögnuði fór í dreifingu og hafa ítölsk yfirvöld fordæmt þessa hegðun hjá stuðningsmönnum Lazio.

Þá var einn 18 ára Rómverji handtekinn á veitingastað í München fyrir að heilsa að hætti Adolf Hitler, sem er ólöglegt athæfi bæði í Þýskalandi og á Ítalíu.
Athugasemdir
banner
banner