Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   fim 25. apríl 2024 12:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Sigurjón Markússon (Njarðvík)
Lengjudeildin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Sá titlaóði.
Sá titlaóði.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mjaðmahreyfingar í hæsta gæðaflokki.
Mjaðmahreyfingar í hæsta gæðaflokki.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Valhalla vision.
Valhalla vision.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Viskan og fróðleikurinn...
Viskan og fróðleikurinn...
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keimlíkur Bubbles í TPB
Keimlíkur Bubbles í TPB
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Alltaf að naggast.
Alltaf að naggast.
Mynd: Hulda Margrét
Lengjudeildin hefst í næstu viku og erum við á Fótbolta.net byrjaðir að birta spá þjálfara og fyrirliða. Nú er komið að því að kynna betur leikmann úr liðinu sem er spáð 10. sætinu í sumar.

Sigurjón er uppaleinn Fjölnismaður sem einnig hefur leikið með Vængjum Júpíters, Haukum og Njarðvík á sínum ferli. Hann á að baki 150 KSÍ leiki og hefur í þeim skorað sjö mörk. Hann er á leið í sitt þriðja tímabil með Njarðvík en í fyrra varhann eini leikmaður liðsins sem tók þátt í öllum 22 leikjunum í Lengjudeildinni og er hann í dag varafyrirliði liðsins.

Í dag sýnir miðvörðurinn á sér hina hliðina.

Fullt nafn: Sigurjón Már Markússon

Gælunafn: The lads kalla mig Grjóni, Grjóni á hjóli, Grion, Grion the Lion, the Lion, Ljónið, Gráni, Daddy Grán

Aldur: 25 ára

Hjúskaparstaða: Í sambandi

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki og er eitthvað minnistætt úr leiknum: 2017 fékk ég sénsinn í fyrsta leik í pepsi deildinni með Fjölni, eini leikurinn minn í efstu deild. Steindautt 0-0 jafntefli. Ægir Jarl leikmaður KR sat kaldur á bekknum. Var með Kaj Leó í vasanum. Skellur að fá ekki annan séns eftir þennan leik.

Uppáhalds drykkur: Sveinki Jr. noccoinn, er sólginn í það helvíti. Læt fjólubláa collabinn duga á meðan maður bíður eftir næsta droppi af sveinka.

Uppáhalds matsölustaður: Fer örugglega 3-4 sinnum á Serrano í viku. Shout out á Nova 2f1

Hvernig bíl áttu: Kia Rio

Áttu hlutabréf eða rafmynt: Ekkert í því

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Líklegast trailer park boys, Bubbles og Aron Snær Markvörður eru keimlíkir. GOT fær honorable mention.

Uppáhalds tónlistarmaður: Birnir og Aron Can

Uppáhalds hlaðvarp: Dr. Football

Uppáhalds samfélagsmiðill: Eyði skuggalega miklum tíma á tiktok. Ávanabindandi helvíti.

Fyrsta síðan sem þú ferð á þegar þú opnar netið: Fotbolti.net eða Víkurfréttir

Fyndnasti Íslendingurinn: Brjánn Breki

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Sigurjon, timinn thinn er kl. 11:45 a morgun -STUDIO 110

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þrótti Vogum og Skautafélagi Reykjavíkur

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Man bara hvað ég var í miklu brasi með Fred. Hann var með þennan hraða og snerpu sem ég átti ekkert í á þeim tíma

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Bjarni Jó er með þetta know how

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Kjartan Henry er óþolandi. Hann er svo dirty og fer svo lúmskt með það. Langar líka að minnast á Magga Matt, getur blaðrað endalaust og er alltaf að naggast í manni

Hver var fyrirmyndin þín í­ æsku: Pabbi hefur alltaf verið góð fyrirmynd

Sætasti sigurinn: Helvíti sætt þegar við hentum Keflavík úr Mjólkurbikarnum 1-4

Mestu vonbrigðin: Falla með Haukum

Uppáhalds lið í enska: Yanited! I bleed red

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Þann titlaóða Pablo Punyed. Myndi gera helling fyrir okkur

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Freysteinn Ingi Guðnason

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Kristján Flóki

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: If I speak I am in big trouble

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: CR7 Suiii!

Hver er mesti höstlerinn í­ liðinu: Ætli það sé ekki Amín

Uppáhalds staður á Íslandi: Góð spurning. Friðarsúlan í Viðey fer hátt upp listann allavega. Gleymi því ekki þegar Yoko Ono frumsýndi hana fyrir okkur. Ætla ekki að ljúga, grenjaði úr mér augun á þeirri stundu.

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Ónefndur liðsfélagi minn tók það á sig í miðjum leik að vökva völlinn. Fékk ekki leyfi frá dómaranum að fara útaf að kasta af sér þvagi. Sá ónefndi skellti sér niðrá hné og byrjaði að míga á völlinn þegar boltinn fór úr leik. Menn verða að redda sér…

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei enga hjátrú bara nóg af carbs!

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Fylgist lítið með öðrum íþróttum en hef gaman af formúlunni

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Flakka á milli Nike phantom og tiempo

Í hverju varstu/ertu lélegastur í­ skóla: Var í tómu tjóni með líffræðina

Vandræðalegasta augnablik: Þegar ég kallaði kennarann mömmu. Vildi skipta um kennitölu og flytja til Raufarhafnar

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Axel Óskar Andrésson væri fyrsti maður á lista þar sem hann er skepna by nature og myndi fara auðveldlega með að lifa sem villimaður. Ægir Jarl myndi koma með visku sína og fróðleik og svo myndi ég taka Hreggvið Hermanns. Hann er með Valhalla vision sem ég tel mjög mikilvægt í svona aðstæðum.

Hvern í liðinu þínu myndirðu velja til að taka þátt í sjónvarpsþáttaröð: Myndi henda Gísla Martin í allir geta dansað, hann er með þessar mjaðmahreyfingar sem okkur hinum dreymir um. Myndi pakka þessu saman með Einari hendi

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Guess what? Á heyrnalausan dalmatíuhund sem heitir Naní

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Marc McAusland algjör toppmaður innan sem utan vallar

Hverju laugstu síðast: Ekkert kemur uppí hugann

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Upphitun er helvíti þreytt

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi spyrja Nökkva Fjalar út í stóra hristinginn
Athugasemdir
banner
banner
banner