Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 06:00
Auglýsingar
Alþjóðlegar knattspyrnubúðir Coerver Coaching á Akureyri 17. - 20. júní
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver
Mynd: Coerver
Coerver Coaching í samstarfi við Knattspyrnufélag Akureyrar heldur alþjóðlegar knattspyrnubúðir á Akureyri 17.-20. júní nk.

Er þetta í fimmta skipti sem knattspyrnubúðirnar eru haldnar fyrir norðan.

Æfingarnar fara fram á æfingasvæði KA.

Alþjóðlegu knattspyrnubúðirnar eru fyrir öll börn fædd 2010-2017.

Tveir erlendir þjálfarar frá Middlesbrough verða á námskeiðinu, en það eru þeir Martin Campbell og Mark Tinkler.

Martin er „Head Of Player Recruitment“ hjá knattspyrnuakademíu félagsins og hefur yfirumsjón yfir þeim ungu leikmönnum sem eru fengnir til liðs við Middlesbrough.

Mark er aðalþjálfari U-21 karlaliðs félagsins. Þess má geta að Mark átti flottan feril sem leikmaður og var fyrirliði U-18 ára landsliðs Englands og lék með fjölmörgum liðum m.a. Leeds í ensku úrvalsdeildinni. Þegar Micahel Carrick knattspyrnustjóri Middlesbrough tók við liðinu á sínum tíma þá bað hann Mark sérstaklega um að vera aðstoðarstjóri sinn á meðan væri verið að finna mann í starfið.

Báðir þjálfararnir hafa gríðarlega mikla þekkingu og reynslu og njóta mikillar virðingar í boltanum.

Aðrir þjálfarar á námskeiðinu koma frá Coerver Coaching.

Skráning er hafin á námskeiðið og fer hún fram hér

Hér er Coerver Iceland á Facebook

Yfirþjálfari er Heiðar Birnir og tekur hann við öllum fyrirspurnum á [email protected] eða í síma 856-0300.

Verðið eru kr. 26.900,-

Hér er dagskráin:
Iðkendur f. 2014-2017
Mán-Þri-Mið-Fim
Kl. 09.00-12.00

Iðkendur f. 2010-2013
Mán-Þri-Mið-Fim
Kl. 13.00-16.00

Coerver Coaching á Íslandi þ.e. Coerver Iceland er nú á sínu 11. starfsári hér á landi.

Coerver Coaching fagnar hinsvegar 40 ára afmæli í ár. En fyrirtækið var stofnað árið 1984 af þeim Alfred Galustian og Chelsea goðsögninni Charlie Cooke. Þeir félagar eru enn í fullu fjöri og taka virkan þátt í starfinu.

Yfirþjálfari og framkvæmdastjóri Coerver Coaching á Íslandi hefur frá upphafi verið Heiðar Birnir.

Síðustu tvö ár hefur Coerver Iceland tekið þátt í skemmtilegum alþjóðlegum verkefnum.

Farið hefur verið á alþjóðleg knattspyrnumót í Svíþjóð með drengi og stúlkur í 4. flokki og í lok síðasta árs var svo farið í æfinga og keppnisferð til Madrídar á Spáni. Ferðin var sameiginleg með hinum Norðurlöndunum og fóru 7 leikmenn frá Íslandi. Var æft á aðal æfingasvæði Real Madrid og spilaðir æfingaleikir m.a. við Real Madrid og Rayo Vallecano.
Athugasemdir
banner
banner
banner