Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Bruno Fernandes: Vandamál ef ég þarf að segja eitthvað
Mynd: EPA

Bruno Fernandes fyrirliði Manchester United var eðlilega gríðarlega svekktur eftir 4-3 tap Man Utd gegn Chelsea í gær.


United var með forystuna allt fram á síðustu sekúndur leiksins þegar Cole Palmer skoraði tvö mörk og tryggði Chelsea stigin þrjú. Fyrra markið kom úr vítaspyrnu og það síðara eftir horn.

„Við vorum með góð tök á þessu síðustu mínúturnar. Þeir fengu tvö færi og skoruðu tvö mörk. Við þurfum að vera mun fljótari í horninu. Við vissum fyrirfram að þeir myndu taka horn og innköst fljótt," sagði Fernandes.

United vann Liverpool á dramatískan hátt í enska bikarnum fyrir landsleikjahlé en tvö slæm úrslit hafa fylgt eftir landsleikjahléið. United fær Liverpool í heimsókn á sunnudaginn.

„Það er stór leikur á sunnudaginn. Ég þarf ekki að segja neitt (við liðsfélagana). Það er vandamál ef ég þarf að segja eitthvað því þetta er risafélag," sagði Fernandes.


Athugasemdir
banner
banner
banner