Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 20:39
Brynjar Ingi Erluson
Heimild: Blikar.is 
Höskuldur skrifar undir fjögurra ára samning við Breiðablik
Höskuldur verður hjá Blikum næstu fjögur árin
Höskuldur verður hjá Blikum næstu fjögur árin
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
'Ráin hefur verið hækkuð'
'Ráin hefur verið hækkuð'
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir/Stein Jøran Sanden
Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, skrifaði í kvöld undir fjögurra ára samning við félagið en þetta var tilkynnt á Herrakvöldi Breiðabliks nú rétt í þessu. Blikar.is greina frá tíðindunum á heimasíðu sinni.

Höskuldur er 29 ára gamall og hefur verið einn besti leikmaður Blika síðasta áratuginn.

Hann er fimmti leikjahæsti maður Blika frá upphafi með 301 leik, bæði í fjölda mótsleikja og í efstu deild, en hann þarf aðeins einn leik til að jafna Elfar Frey Helgason.

Á tíma hans með meistaraflokki hefur hann gert 71 mark sem gerir hann að sjötta markahæsta leikmanni félagsins frá upphafi. Þá er hann fjórði markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild, en aðeins Árni Vilhjálmsson, Thomas Mikkelsen og Kristinn Steindórsson hafa skorað fleiri en hann.

Á Herrakvöldi Breiðabliks í kvöld var tilkynnt að Höskuldur væri búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við Blika. Frábærar fréttir fyrir Blika sem voru einnig að ganga frá lánssamning við Ísak Snæ Þorvaldsson, en hann kemur frá norska liðinu Rosenborg.

Höskuldur á 8 A-landsleiki að baki og þá lék hann á sínum tíma 7 leiki fyrir U21 árs landsliðið.

Breiðablik hefur leik í Bestu deildinni á mánudag er liðið spilar við FH á Kópavogsvelli.

Í viðtali við Fótbolta.net sem tekið var í vikunni sagði Höskuldur eftirfarandi:

„Ég hef alltaf sagt undanfarin tímabil að ég tel mig alveg geta, og að einhverju leyti eiga, að spila á hærra 'niveau-i' úti og hef verið opinn fyrir því. Sömuleiðis hef ég alltaf sagt það að það yrði að vera eitthvað sem væri rökrétt. Það þarf helvíti mikið til þess að slá við Breiðabliki á þeim stað sem það er á dag. Hjá Breiðabliki hefur maður spilað þónokkra landsleiki og tekið þátt í riðlakeppni í Evrópu. Ráin hefur verið hækkuð."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner