Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   fös 05. apríl 2024 05:55
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ísland um helgina - Besta deildin fer af stað og Ísland mætir Póllandi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Veislan hefst um helgina, Besta deildin fer af stað á morgun þegar Íslands og bikarmeistarar Víkings fá Stjörnuna í heimsókn.


Fjórir leikir fara fram á sunnudaginn. Vestri, sem fór upp í gegnum umspilið í Lengjudeildinni síðasta sumar heimsækir Fram. KA fær HK í heimsókn Valsmenn fá nýliða ÍA í heimsókn og Fylkir fær KR í heimsókn.

Umferðinni lýkur á mánudaginn með leik Breiðabliks og FH.

Í kvöld hefst undankeppni EM kvenna þar sem íslenska landsliðið fær Pólland í heimsókn á Kópavogsvöll. Í sama riðli mætast Austurríki og Þýskaland en Ísland mætir Þýskalandi ytra á þriðjudaginn.

Þá er einnig spilað í Mjólkurbikarnum og Lengjubikar kvenna um helgina.

föstudagur 5. apríl

Landslið kvenna - Undankeppni EM
16:45 Ísland-Pólland (Kópavogsvöllur)

Mjólkurbikar karla

17:30 Spyrnir-Höttur/Huginn (Fellavöllur)
18:30 Hafnir-KM (Nettóhöllin-gervigras)
19:15 Tindastóll-Samherjar (Sauðárkróksvöllur)
19:15 KH-Reynir S. (Valsvöllur)
19:15 Haukar-Afríka (BIRTU völlurinn)
19:15 Hamar-Hvíti riddarinn (JÁVERK-völlurinn)
19:15 Smári-Árbær (Fagrilundur - gervigras)

Lengjubikar kvenna - B-deild
19:00 Grótta-HK (Vivaldivöllurinn)
20:00 ÍA-Afturelding (Akraneshöllin)

laugardagur 6. apríl

Besta-deild karla
19:15 Víkingur R.-Stjarnan (Víkingsvöllur)

Mjólkurbikar karla
14:00 SR-Kormákur/Hvöt (Þróttheimar)
14:00 KV-KFS (KR-völlur)
14:00 Kári-Uppsveitir (Akraneshöllin)
14:00 Vængir Júpiters-Hörður Í. (Fjölnisvöllur - Gervigras)
14:00 KFR-KFK (Heimaland)
15:00 Árborg-Reynir H (JÁVERK-völlurinn)
15:30 Víðir-Sindri (Nettóhöllin-gervigras)
16:00 Þróttur V.-KÁ (Safamýri)
20:00 Skallagrímur-Ægir (Akraneshöllin)

Lengjubikar kvenna - C-deild, úrslit
13:00 Haukar-ÍH (BIRTU völlurinn)

sunnudagur 7. apríl

Besta-deild karla
13:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)
17:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)

mánudagur 8. apríl

Besta-deild karla
19:15 Breiðablik-FH (Kópavogsvöllur)


Athugasemdir
banner
banner