Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fös 05. apríl 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Lingard: Þetta helvíti er yfirþyrmandi
Mynd: Getty Images

Jesse Lingard var harðlega gagnrýndur af þjálfaranum sínum hjá FC Seoul í Suður-Kóreu á dögunum en hann var sakaður um að leggja sig ekki nógu mikið fram.


Lingard lék áður með Manchester United, West Ham og Nottingham Forest en hann yfirgaf Forest eftir síðasta tímabil. Hann var atvinnulaus þar til hann samdi við FC Seoul í febrúar.

Hann hefur leikið þrjá leiki fyrir liðið en eftir 2-0 sigur liðsins á Jeju Utd gagnrýndi þjálfari FC Seoul leikmanninn og hann hefur ekki verið í hópnum í síðsutu tveimur leikjum.

Lingard setti inn myndaseríu á Instagram og skrifaði skilaboð við myndirnar. Það er útlit fyrir að hann fái að spila á næstunni.

„Samþykki það sem þetta er, sleppi því sem þetta var og trúi á það sem verður. P.s. Mættur aftur á grasið," skrifaði Lingard.

Það var einnig mynd í safninu þar sem stóð: „Ég lýg ekki, þetta helvíti er yfirþyrmandi en ég held áfram."


Athugasemdir
banner
banner
banner