Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 06. mars 2024 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Gasperini: Mætum algjörlega óundirbúnir
Mynd: Getty Images
Gian Piero Gasperini, þjálfari Atalanta, svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir stórleik liðsins gegn Sporting CP í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í dag.

Liðin spila degi á undan öðrum liðum í 16-liða úrslitunum og er Gasperini ósáttur með hversu stutt er liðið frá síðasta leik liðsins.

Atalanta tapaði heimaleik gegn Bologna á sunnudaginn og því verða aðeins liðnir þrír sólarhringar þegar viðureignin gegn Sporting hefst.

Staðan er aðeins skárri hjá Sporting þó að það sé jafn langt síðan liðið spilaði síðast. Portúgalirnir hafa ekkert þurft að ferðast síðustu vikuna þar sem þetta er þriðji heimaleikur liðsins í röð í öllum keppnum. Sporting lagði SC Farense að velli í portúgölsku deildinni og er á toppinum eftir sigurinn.

Til samanburðar er Atalanta aðeins í Evrópubaráttu á Ítalíu.

„Sporting er með mjög sterkt lið. Þeir voru öflugir þegar við mættum þeim fyrir fimm mánuðum en eru orðnir enn betri í dag. Þeir eru að gera frábæra hluti í Portúgal og þetta verður spennandi viðureign hjá okkur," sagði Gasperini þegar hann var spurður út í slaginn.

„Eini vandinn er að við erum að spila alltof mikið af erfiðum leikjum með of stuttu millibili þar sem gæðastigið er verulega hátt. Við hefðum ekki kosið að spila fjóra stóra og mikilvæga slagi á ellefu dögum, við náðum stigi gegn Milan en töpuðum svo á móti Inter og Bologna. Við fáum aldrei tíma til að undirbúa okkur fyrir næsta leik, við mætum í leikinn gegn Sporting algjörlega óundirbúnir og það er stórt vandamál."
Athugasemdir
banner
banner