Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   fim 25. apríl 2024 11:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Eiður Orri í KFA (Staðfest)
Mynd: Njarðvík

Eiður Orri Ragnarsson er genginn til liðs við KFA en hann var seldur frá Njarðvík.


EIður Orri er fæddur árið 2004 og er uppalin í Einherja en gekk til liðs við Njarðvík árið 2022.

Hann lék 24 leiki þar áður en hann fór á lán til Hattar/Huginn á síðustu tvö tímabil. Hann er nú mættur aftur austur og mun leika með KFA í 2. deild á næstu leiktíð.

2. deild hefst eftir um tvær vikur en KFA á leik í 1. umferð gegn Þrótti Vogum þann 4. maí. Sá leikur fer fram í Fjarðabyggðarhöllinni.

Mikael Nikulásson er þjálfari KFA og Eggert Gunnþór Jónsson er spilandi aðstoðarþjálfari liðsins.


Athugasemdir
banner
banner
banner