Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   lau 06. apríl 2024 23:14
Brynjar Ingi Erluson
Helgi Guðjóns: Þvílík negla maður!
Helgi Guðjónsson
Helgi Guðjónsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Gunnar Vatnhamar klippti á markaborðann í Bestu deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Mjög sáttur. Geðveikt að byrja þetta sterkt, halda hreinu og ná í þrjú stig,“ sagði Helgi Guðjónsson, leikmaður Víkings, eftir 2-0 sigurinn á Stjörnunni í opnunarleik Bestu deildar karla í kvöld en hann kom að báðum mörkum liðsins á Víkingsvellinum.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  0 Stjarnan

Helgi gat ekki beðið um betri byrjun á tímabilinu en hann lagði upp fyrsta mark deildarinnar fyrir færeyska varnarmanninn Gunnar Vatnhamar áður en hann tvöfaldaði síðan sjálfur forystuna með góðu marki tuttugu mínútum fyrir leikslok.

„Þvílík negla maður! Þetta var alvöru negla hjá honum og gott að sjá hann inni,“ sagði Helgi er hann var spurður út í fyrsta mark Íslandsmótsins.

Helgi er ánægður með að fá traustið í byrjunarliðinu og stefnir hann á að nýta hvert einasta tækifæri.

„Ánægjulegt. Það er bara að nýta sénsinn og reyna að halda áfram. Mér er búið að ganga vel í vetur og finnst ég vera í hörkustandi, þannig já aðeins nær og það er bara að halda áfram.“

Víkingsliðið átti nokkra hættulega sénsa en Stjarnan náði að vinna sig betur inn í leikinn áður en annað markið kom.

„Mér fannst við sterkari aðilinn í kvöld og fengum töluvert betri færi að mínu viti en maður veit aldrei. Það er 1-0 og svo getur eitt dottið úr horni og þeir skjóta í stöngina einu sinni. Þetta er fljótt að breytast en fannst við vera með 'control' á leiknum.“

„Þeir voru aðeins byrjaðir að liggja á okkur og farnir að ógna meira við miðbik seinni hálfleiks. Það var geðveikt að ná inn öðru markinu og síðan klára að sigla þessu heim eins og við kunnum.“


Valdimar Þór Ingimundarson kom frá Sogndal fyrir tímabilið en hann lagði upp markið á Helga í leiknum.

„Hann er ógeðslega góður að snúa á menn. Þetta er hans styrkleiki og maður veit að þegar hann er búinn að snúa á menn þá er það bara að 'gönna' í gegn.“

„Maður er fínn á vinstri og vinstri fótur í vinstra horn klikkar sjaldan. Þetta er bara 'instinct' og fyrsta sem þér dettur í hug og 'go for it'.“

Athugasemdir
banner
banner
banner