Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 14:00
Aksentije Milisic
Pochettino: Ég er ekki trúður
Mynd: Getty Images

Mauricio Pochettino, stjóri Chelsea, fagnaði af mikilli innlifun í fyrradag þegar Chelsea vann ótrúlegan sigur á Manchester United. Chelsea var marki undir þegar djúpt var komið inn í uppbótartímann en þá steig Cole Palmer upp og skoraði tvö mörk.


Chelsea komst í tveggja marka forystu í leiknum sem gestirnir náðu að snúa við. Þegar allt leit út fyrir að United myndi fara heim með stigin þrjú þá gerðust ótrúlegir hlutir undir lok uppbótartímanns og fögnuðu heimamenn í Chelsea vel og innilega í leikslok.

„Fagnaðarlætin? Ég er ekki trúður,” sagði Pochettino þegar hann var spurður út í fagnaðarlætin hjá sér og þjálfarateymi sínu beint eftir lokaflautið.

„Ef þú vilt trúð, farðu þá og finndu hann. Ég er stjóri! Ástríða snýst ekki um að vera brjálaði maðurinn á hliðarlínunni. Ég þarf að vera rólegur og greina leikinn því ég er að stýra einu yngsta félagi í Evrópu. Þetta er enginn sirkus.”

Chelsea hefur verið í miðjumoði allt tímabilið en liðið heimsækir Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni á morgun.


Athugasemdir
banner
banner
banner