Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 07:30
Brynjar Ingi Erluson
Robertson kominn fram úr Alexander-Arnold
Mynd: Liverpool FC
Skoski vinstri bakvörðurinn Andy Robertson er nú stoðsendingahæsti varnarmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar eftir að hafa lagt upp þriðja markið í 3-1 sigri Liverpool á Sheffield United á fimmtudag.

Robertson átti frábæra fyrirgjöf á Cody Gakpo sem lokaði leiknum fyrir heimamenn.

Þetta var 59. stoðsending hans í ensku úrvalsdeildinni en hann er nú stoðsendingahæsti varnarmaður deildarinnar frá upphafi, einni á undan liðsfélaga sínum, Trent Alexander-Arnold.

Þeir tveir hafa verið að berjast um þennan titil síðustu ár og hafa leikið sér að því að leggja upp mörk.

Alexander-Arnold hefur ekki gefið sig í baráttunni en hann hefur verið frá vegna meiðsla síðustu mánuði og mætir væntanlega einbeittur til baka í von um að ná Robertson.

Félagarnir voru hvað heitastir frá 2018 til 2022 en samtals lögðu þeir upp 106 mörk. Alexander-Arnold með 59 stoðsendingar í öllum keppnum á meðan Robertson var með 47 stoðsendingar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner