Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 06. apríl 2024 13:16
Aksentije Milisic
U19 sigraði Króatíu í leik tvö
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Vigdís Lilja Kristjánsdóttir.
Mynd: Getty Images

Ísland 3-1 Króatía
Mörk Íslands: Katla Tryggvadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Emelía Óskarsdóttir.

Íslenska U19 ára landsliðs kvenna mætti Króatíu í dag í undankeppni EM2024 og höfðu íslensku stelpurnar betur með þremur mörkum gegn einu.


Katla Tryggvadóttir, Vigdís Lilja Kristjánsdóttir og Emelía Óskarsdóttir gerðu mörk íslenska landsliðsins en Ísland tapaði fyrsta leik sínum í riðlinum gegn Írlandi.

Ísland er því með þrjú stig eftir tvo leiki en liðið mætir Austurríki eftir þrjá daga í lokaumferðinni.

Það lið sem vinnur riðilinn fer beint á EM á meðan liðið í neðsta sæti riðilsins fellur í B deild fyrir undankeppni EM 2025.


Athugasemdir
banner
banner
banner