Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
banner
   fim 07. mars 2024 14:30
Útvarpsþátturinn Fótbolti.net
„Með góða leikmenn sem geta vel fótað sig í þessari deild“
Vestramenn eru mættir í Bestu deildina.
Vestramenn eru mættir í Bestu deildina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er spennandi. Það er spurning hvað gerist þegar nýja brumið fer. Þeir voru lengi í gang í fyrra en voru að toppa á réttum tíma. Nú eru þeir að koma í efstu deild í fyrsta skipti," segir Baldur Sigurðsson um nýliða Vestra frá Ísafirði.

Vestra er spáð ellefta sæti og þar með falli í síðustu ótímabæru spá útvarpsþáttarins Fótbolti.net.

Vestri átti ævintýrasumar í fyrra þar sem liðið vann úrslitaleik umspils Lengjudeildarinnar á Laugardalsvelli en nú tekur við allt annað verkefni og ný áskorun í mun sterkari deild.

„Það sem maður hefur mestar áhyggjur af með Vestra er að þegar við erum komin inn í júní og það er lengra á milli leikja, í júlí og sumarfríin byrja og nýja brumið er farið, hafa þeir þá hópinn og samheldnina? Nær Davíð Smári að halda þessu gangandi til að þeir haldi sér uppfyrir fallbaráttulínuna?"

Baldur fór vestur í vetur og fékk að skyggnast bak við tjöldin hjá liðinu í þáttunum Lengsta undirbúningstímabil í heimi sem sýndur er á Stöð 2 Sport.

„Ég hef séð þá spila, æfði aðeins með þeim og sá hvernig þeir eru á æfingum. Gæðalega séð eru þeir með góða leikmenn sem geta vel fótað sig í þessari deild. Hópurinn er flottur," segir Baldur.

„Það er spurning hvernig Silas Songani verður, hvort hann verði áfram þessi ógn sem hann hefur verið því hann er að eldast. Benedikt Waren hefur borið uppi sóknarleikinn þeirra á undirbúningstímabilinu og þeir þurfa meira jafnvægi þar."
Útvarpsþátturinn - Síðasta ótímabæra spáin fyrir Bestu deildina
Athugasemdir
banner
banner