Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 15:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Besta deildin: KA náði ekki að nýta yfirburðina - Rúnar Kristins byrjar á sigri
Framarar fagna marki.
Framarar fagna marki.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og í fyrra þá skorar Atli Þór í fyrstu umferð fyrir HK.
Eins og í fyrra þá skorar Atli Þór í fyrstu umferð fyrir HK.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Góð byrjun hjá Rúnari og Helga Sig.
Góð byrjun hjá Rúnari og Helga Sig.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tveimur leikjum var rétt í þessu að ljúka í Bestu deildinni. Fram vann sigur í fyrsta deildarleik undir stjórn Rúnars Kristinssonar og fyrir norðan gerðu KA og HK jafntefli.

Byrjum fyrir norðan þar sem KA var með gífurlega yfirburði í byrjun leiks og komst verðskuldað yfir á 8. mínútu þegar Rodri skallaði boltann í netið eftir fyrirgjöf Bjarna Aðalsteinssonar. HK hins vegar reif sig í gang og á 20. mínútu jafnaði liðið með marki eftir klafs í vítateig KA.

Ívar Örn Jónsson tók aukaspyrnu sem KA menn náðu ekki að skalla í burtu heldur fór boltinn hátt upp í loft og datt niður í teignum. Atli Þór Jónasson náði að komast í boltann og kom honum yfir línuna.

„Ingimar Stöle skallar boltann eftir aukaspyrnuna og hann dettur inní markteiginn þar sem margir KA menn eru en Atli Þór er fyrstur á boltann og skallar hann í netið," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í textalýsingu frá leiknum. Einhverjir KA menn vildu fá brot dæmt á HK í vítateignum en ekkert var dæmt.

KA hélt boltanum meira og skapaði fleiri færi í leiknum en HK fékk einnig sína sénsa. Hans Viktor Guðmundsson kom boltanum í netið á 55. mínútu en flaggið fór á loft og staðan því áfram 1-1. KA hélt áfram að fá færi en tókst ekki að koma boltanum í netið. Það var hins vegar George Nunn, nýr leikmaður HK, sem komst kannski hvað næst því að bæta við marki í leikinn á 80. mínútu þegar skot hans fyrir utan teig hafnaði í þversláni. Hrannar Björn Steingrímsson, leikmaður KA, átti svo hörkutilraun í uppbótartíma en inn vildi boltinn ekki.

Glatað tækifæri hjá KA að byrja á þremur stigum og eru norðanmenn klárlega svekktari með úrslitin. HK-ingar fara sennilega nokkuð sáttir suður með stigið. Alls átti KA 26 skottilraunir í leiknum og 13 hornspyrnur.

Í Úlfarsárdalnum, á Lambhagavellinum, skoraði Fred á 16. mínútu og kom heimamönnum yfir. „Dúndur skot fyrir utan teig!!

Þetta var alveg virkilega vel spilað hjá Fram sem senti boltann á milli sín í auðu svæðin og skapaði opnanir á vörn Vestra. Tryggvi fær boltann á vinstri kantinum og sendir síðan fastan bolta á Fred sem lúrir fyrir utan teig og setur hann fast niður í hornið,"
skrifaði Haraldur Örn Haraldsson í textalýsingu frá leiknum.

Forysta Fram var tvöfölduð á 27. mínútu þegar Eiður Aron Sigurbjörnsson varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net. Martraðar byrjun hjá Eiði sem var að spila sinn fyrsta deildarleik með Vestra eftir komuna frá ÍBV í vetur.

Um miðbik seinni hálfleiks vildi Vestri fá vítaspyrnu og undir lok leiks bjargaði Adam Örn Arnarson vel frá Vladimir Tufegdzic og kom í veg fyrir að gestirnir kæmust á blað. 2-0 sigur staðreynd og flott byrjun hjá Fram.

KA 1 - 1 HK
1-0 Rodrigo Gomes Mateo ('8 )
1-1 Atli Þór Jónasson ('20 )
Lestu um leikinn

Fram 2 - 1 Vestri
1-0 Frederico Bello Saraiva ('16 )
1-1 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('27 , sjálfsmark)
Lestu um leikinn

Klukkan 19:15 mætast Fylkir og KR annars vegar og Valur og ÍA hins vegar. 1. umferðinni lýkur svo annað kvöld með leik Breiðabliks og FH.
Athugasemdir
banner
banner
banner