Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Ísland í dag - Valur fær ÍA í heimsókn á Hlíðarenda - Vestri byrjar í Úlfarsárdal
Gylfi Þór Sigurðsson og hans menn í Val mæta ÍA í fyrstu umferðinni
Gylfi Þór Sigurðsson og hans menn í Val mæta ÍA í fyrstu umferðinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjórir leikir fara fram í 1. umferð Bestu deildar karla í dag.

Opnunarleikurinn var spilaður í gær er Víkingur vann Stjörnuna 2-0 á Víkingsvellinum.

Í dag heldur veislan áfram. Fram mun spila sinn fyrsta mótsleik undir stjórn Rúnars Kristinssonar og verður það gegn nýliðunum í Vestra, sem komst upp í deildina með því að vinna Lengjudeildarumspilið á síðasta ári.

Leikurinn fer fram klukkan 13:00 á Lambhagavellinum. KA og HK mætast á sama tíma á Greifavelli, en síðan fara tveir leikir fram klukkan 19:15.

Stjörnum prýtt lið Vals mætir nýliðum ÍA á Hlíðarenda. Liðin mættust í undanúrslitum Lengjubikarsins á dögunum þar sem ÍA hafði sigur í vítakeppni.

Fylkir og KR eigast þá við á Würth-vellinum.

Leikir dagsins:

Besta-deild karla
13:00 Fram-Vestri (Lambhagavöllurinn)
13:00 KA-HK (Greifavöllurinn)
19:15 Valur-ÍA (N1-völlurinn Hlíðarenda)
19:15 Fylkir-KR (Würth völlurinn)
Besta-deild karla
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Víkingur R. 4 4 0 0 11 - 3 +8 12
2.    Breiðablik 4 3 0 1 10 - 6 +4 9
3.    FH 4 3 0 1 7 - 5 +2 9
4.    ÍA 4 2 0 2 10 - 5 +5 6
5.    Fram 3 2 0 1 3 - 1 +2 6
6.    KR 4 2 0 2 9 - 8 +1 6
7.    Vestri 4 2 0 2 2 - 6 -4 6
8.    Valur 3 1 1 1 2 - 1 +1 4
9.    Stjarnan 3 1 0 2 2 - 5 -3 3
10.    KA 4 0 1 3 5 - 9 -4 1
11.    Fylkir 3 0 1 2 4 - 9 -5 1
12.    HK 4 0 1 3 1 - 8 -7 1
Athugasemdir
banner
banner