Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   sun 07. apríl 2024 21:47
Brynjar Ingi Erluson
Júlíus fagnaði fyrsta sigri tímabilsins - Þrír Íslendingar í tapliðum á Ítalíu
Júlíus Magnússon er fyrirliði Fredrikstad
Júlíus Magnússon er fyrirliði Fredrikstad
Mynd: Lemos Media
Júlíus Magnússon, fyrirliði Fredrikstad í Noregi, fagnaði sínum fyrsta sigri með liðinu í norsku úrvalsdeildinni í dag er liðið lagði Brann að velli, 2-0.

Fredrikstad, sem vann norsku B-deildina á síðustu leiktíð, tapaði í fyrstu umferðinni gegn sterku liði Bodö/Glimt, en var fljótt að bæta upp fyrir það.

Júlíus var eins og venjulega með fyrirliðabandið og lék allan leikinn á miðsvæði Fredrikstad sem er nú með þrjú stig eftir tvo leiki.

Íslendingarnir í C-deildinni á Ítalíu áttu erfiðan dag en þeir voru allir í tapliðum.

Árni Vilhjálmsson spilaði síðustu mínúturnar í 2-1 tapi Novara gegn Vicenza á meðan Kristófer Jónsson sat allan tímann á bekknum í 1-0 tapi Triestina gegn fyrrum félögum Emils Hallfreðssonar í Virtus Verona.

Óttar Magnús Karlsson byrjaði þá hjá Vis Pesaro sem tapaði fyrir Rimini, 1-0.

Í A-riðli er Triestina í 4. sæti með 60 stig en Novara í 18. sæti með 36 stig. Vis Pesaro er þá í 18. sæti B-riðils með aðeins 33 stig.
Athugasemdir
banner
banner