Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Leikmenn Fenerbahce gengu af velli eftir mark Icardi - Galatasaray dæmdur sigur
Mauro Icardi
Mauro Icardi
Mynd: EPA
Galatasaray er Ofurbikarmeistari í Tyrklandi eftir að Fenerbahce ákvað að gefa leikinn eftir mark Mauro Icardi á fyrstu mínútu leiksins.

Fenerbahce hafði tekið ákvörðun um það að stilla upp unglingaliði sínu gegn Galatasaray.

Ástæðan var að Fenerbahce var ósátt við tyrkneska fótboltasambandið sem vildi ekki fresta Ofurbikarnum, þrátt fyrir að liðið ætti mikilvægan leik í 8-liða úrslitum gegn Olympiakos í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudag.

U19 ára liðið byrjaði því leikinn en það tók Mauro Icardi innan við mínútu að taka forystuna fyrir Galatasaray. Þjálfari Fenerbahce kallaði á leikmennina eftir markið og skipaði þeim að ganga af velli til að mótmæla ákvörðun fótboltasambandsins.

Fenerbahce gaf því leikinn og er Galatasaray Ofurbikarmeistari árið 2024.

Mjög áhugavert útspil hjá Fenerbahce, svona ef horft er á leikjadagskrá enskra liða, en liðin þar eru oft að spila á þriggja daga fresti. Þar kvarta vissulega stjórarnir yfir leikjaniðurröðun deildarinnar, en það er ekki komið á það stig að leikmönnum sé skipað að yfirgefa völlinn.

Leikmenn Galatasaray vildu ekki svíkja stuðningsmenn sína um 90 mínútna leik og voru þeir því eftir á vellinum og spiluðu þar æfingaleik gegn varaliði sínu.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner