Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   þri 07. ágúst 2018 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Þórs/KA í fyrsta leiknum í Meistardeildinni
Hulda Ósk kemur inn í byrjunarlið Þórs/KA.
Hulda Ósk kemur inn í byrjunarlið Þórs/KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nær Þór/KA að byrja á sigri?
Nær Þór/KA að byrja á sigri?
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Þór/KA mætir Linfield Ladies í fyrstu umferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu á eftir. Leikurinn hefst eftir nokkrar mínútur, klukkan 18:30.

Íslandsmeistararnir eru með Ajax og Wexford í riðli auk Linfield og eiga þrjá leiki framundan næstu vikuna. Fyrr í dag vann Ajax 4-1 gegn Wexford Youths.

Leikirnir fara fram í Norður-Írlandi og er Linfield því á heimavelli.

Aðeins eitt lið kemst upp úr riðlinum og búist er við að leikurinn gegn Ajax verði úrslitaleikur um sæti í 32-liða úrslitum.

Sjá einnig:
Donni: Eðlilegt ef leikurinn við Ajax verður úrslitaleikur

Þór/KA tapaði síðasta leik sínum í Pepsi-deildinni mjög óvænt gegn KR. Ein breyting er á byrjunarliðinu frá þeim leik. Hulda Ósk Jónsdóttir kemur inn fyrir Láru Einarsdóttur.

Byrjunarlið Þórs/KA:
1. Stephanie Bukovec (m)
4. Bianca Elissa
5. Ariana Calderon
7. Sandra María Jessen (f)
9. Sandra Mayor
10. Anna Rakel Pétursdóttir
11. Arna Sif Ásgrímsdóttir
15. Hulda Ósk Jónsdóttir
21. Lillý Rut Hlynsdóttir
24. Hulda Björg Hannesdóttir
26. Andrea Mist Pálsdóttir

Varamenn:
12. Johanna Henriksson (m)
2. Rut Matthíasdóttir
8. Lára Einarsdóttir
16. Karen María Sigurgeirsdóttir
17. Margrét Árnadóttir
20. Ágústa Kristinsdóttir



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner