Ndiaye, David, Bastoni, Rice, Barcola, Munoz, Eyong og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 14. maí 2024 14:30
Elvar Geir Magnússon
Kepa fær kveðjuleik á Bernabeu - Bikarinn á loft í kvöld
Súrsæt kveðjustund fyrir Kepa.
Súrsæt kveðjustund fyrir Kepa.
Mynd: EPA
Real Madrid mun lyfta Spánarmeistarabikarnum í kvöld, eftir leik liðsins gegn Alaves á Santiago Bernabeu. Leikurinn skiptir engu máli og Carlo Ancelotti stjóri Madrídinga hefur ákveðið að gefa markverðinum Kepa Arrizabalaga kveðjuleik.

Þessi 29 ára markvörður kom á láni frá Chelsea í ágúst vegna meiðsla Thibaut Courtois og lék nítján leiki. En eftir að hann meiddist í oktober fór Úkraínumaðurinn Andriy Lunin í markið og Kepa náði ekki að vinna sæti sitt til baka.

Ancelotti er ánægður með hugarfar Kepa og vill gefa honum kveðjuleik á Bernabeu sem þakklætisvott.

Kepa hefur sagst vilja vera áfram hjá Real Madrid en mun snúa aftur til Chelsea í júní.

Lunin mun framlengja samning sinn við Real Madrid bráðlega og skrifa undir fjögurra ára samning. Hann mun veita Courtois, sem er með samning til 2026, samkeppni um markvarðarstöðuna.

Real Madrid ætlar ekki að fá inn þriðja markvörðinn þar sem félagið á unga markverði sem eru að koma upp.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 11 10 0 1 26 10 +16 30
2 Villarreal 12 8 2 2 24 10 +14 26
3 Atletico Madrid 12 7 4 1 24 11 +13 25
4 Barcelona 11 8 1 2 28 13 +15 25
5 Betis 11 5 4 2 18 12 +6 19
6 Espanyol 12 5 3 4 15 15 0 18
7 Athletic 12 5 2 5 12 13 -1 17
8 Getafe 11 5 2 4 12 13 -1 17
9 Sevilla 12 5 1 6 18 19 -1 16
10 Elche 12 3 6 3 13 14 -1 15
11 Alaves 12 4 3 5 11 11 0 15
12 Vallecano 11 4 2 5 12 14 -2 14
13 Celta 11 2 7 2 13 14 -1 13
14 Real Sociedad 12 3 4 5 14 17 -3 13
15 Osasuna 12 3 2 7 9 13 -4 11
16 Girona 12 2 4 6 11 24 -13 10
17 Levante 12 2 3 7 16 23 -7 9
18 Mallorca 11 2 3 6 11 18 -7 9
19 Valencia 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Oviedo 12 2 2 8 7 20 -13 8
Athugasemdir
banner
banner