Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Thomas Frank líklegur kostur ef Ten Hag verður rekinn
Thomas Frank.
Thomas Frank.
Mynd: Getty Images
Telegraph segir frá því í morgun að Daninn Thomas Frank sé sterkur kandídat í að taka við Manchester United ef Erik ten Hag verður rekinn.

Man Utd hefur átt afar erfitt tímabil og starf Ten Hag er svo sannarlega ekki öruggt - langt því frá.

Telegraph segir að Sir Jim Ratcliffe og hans hópur eigi eftir að taka ákvörðun um framtíð Ten Hag.

En ef ákvörðun verður tekin um að láta hann fara, þá á Frank marga aðdáendur innan starfseminnar á Old Trafford.

Frank hefur stýrt Brentford frá 2018. Hann kom liðinu upp í ensku úrvalsdeildina og síðan hefur liðið haldið sér þar. Frank á í góðu sambandi við eigendahóp Man Utd og er talinn áhugaverður kostur meðal þeirra.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner