Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 14. maí 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Hvað gerir aðstoðarmaður Klopp næst?
Pep Lijnders.
Pep Lijnders.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Lijnders mun yfirgefa Liverpool í sumar þegar Jurgen Klopp hættir með liðið.

Lijnders og Klopp hafa unnið náið saman síðustu árin og munu yfirgefa félagið saman.

Lijnders er sagður ætla að taka að sér starf sem aðalþjálfari næst en hann er nú þegar orðaður við störf í Evrópu.

Paul Joyce, sem er mjög áreiðanlegur blaðamaður, segir frá því að Lijnders sé á óskalistanum hjá Red Bull Salzburg í Austurríki fyrir sumarið.

Gerhard Struber var rekinn frá Salzburg í síðasta mánuði og er félagið að leita að nýjum aðalþjálfara.

Hollendingurinn Pep Lijnders hefur starfað fyrir Liverpool í tíu ár en hann var fyrst þjálfari U16 liðsins.

Lijnders hefur einnig verið orðaður við Ajax í heimalandi sínu og við Besiktas í Tyrklandi. Það verður fróðlegt að sjá hvað hann tekur sér næst fyrir hendur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner