Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 14. maí 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
UEFA vill að aðeins fyrirliðarnir ræði við dómarann
Reynt að stöðva hópamyndanir
Erlendur Eiríksson að störfum á leik Víkings og FH.
Erlendur Eiríksson að störfum á leik Víkings og FH.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
UEFA hefur sagt þátttökuliðum á EM í Þýskalandi í sumar að aðeins fyrirliðar fái að nálgast dómara til að ræða við þá um ákvarðanir í leikjum. Aðrir leikmenn eigi á hættu að verða áminntir.

Verið er að reyna að stöðva hópamyndanir kringum dómara sem eru slæmar fyrir „ímynd fótboltans“ að sögn UEFA.

„Við viljum að lið sjái til þess að það séu fyrirliðarnir sem sjái um samskiptin við dómarana. Við biðjum fyrirliðana um að sjá til þess að leikmenn séu ekki að umkringja dómarann. Séð sé til þess að samskipti séu af virðingu og taki ekki langan tíma," segir Roberto Rosetti yfirmaður dómaramála hjá UEFA.

„Ef það er markvörður sem er fyrirliði þá þarf útileikmaður að vera settur í þetta hlutverk ef atvik eiga sér stað á hinum enda vallarins. Leikmaður sem er ekki fyrirliði og sýnir óvirðingu eða mótmælir á að fá að líta gula spjaldið."

EM fer fram í Þýskalandi og keppnin mun hefjast með leik gegn Skotlandi föstudaginn 14. júní.
Athugasemdir
banner
banner