Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   þri 14. maí 2024 11:46
Elvar Geir Magnússon
Vonast til að Varane nái lokaumferðinni og bikarúrslitunum
Raphael Varane.
Raphael Varane.
Mynd: EPA
Bruno Fernandes.
Bruno Fernandes.
Mynd: EPA
Í morgun var tilkynnt að franski varnarmaðurinn Raphael Varane muni yfirgefa Manchester United eftir tímabilið. Liðið á þrjá leiki eftir.

Manchester United tekur á móti Newcastle annað kvöld og heimsækir svo Brighton í lokaumferðinni á sunnudag. Annan laugardag leikur liðið bikarúrslitaleik gegn Manchester City á Wembley.

Varane hefur mikið verið að glíma við meiðsli á tímabilinu og verður ekki með á morgun en Erik ten Hag, stjóri United, vonast til þess að hann verði klár í síðustu tvo leikina.

Martínez snýr aftur
Félagi hans Lisandro Martínez mun væntanlega snúa aftur á morgun og spila gegn Newcastle. Argentínski miðvörðurinn hefur vegna meiðsla aðeins spilað ellefu leiki á tímabilinu.

„Hann hefur verið að æfa og ef allt verður í lagi á æfingu í dag þá mun hann spila," segir Ten Hag.

Bruno gríðarlega mikilvægur
Bruno Fernandes hefur verið orðaður við brottför frá Manchester United og sögusagnir um að hann sé ósáttur við þróun mála hjá félaginu. Í slúðurpakkanum í morgun var sagt að félög í Sádi-Arabíu hefðu áhuga á honum. Ten Hag var á fréttamannafundi spurður út í stöðu Portúgalans.

„Þetta er sama spurning og ég fékk í sömu viku svo ég gef sama svar. Bruno hefur verið gríðalega mikilvægur fyrir Manchester United öll þau ár sem hann hefur spilað fyrir félagið. Hann hefur skapað flest færi í deildinni, á fullt af stoðsendingum og mörkum. Hann er gríðarlega mikilvægur fyrir okkur," segir Ten Hag.

Bruno er markahæsti leikmaður United á tímabilinu með fimmtán mörk í öllum keppnum, þar að auki er hann með ellefu stoðsendingar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Aston Villa 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Bournemouth 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Brentford 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Brighton 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Burnley 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Chelsea 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Crystal Palace 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Everton 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Fulham 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Leeds 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Liverpool 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Man City 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Man Utd 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Newcastle 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Nott. Forest 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sunderland 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Tottenham 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Leicester 38 6 7 25 33 80 -47 25
19 West Ham 0 0 0 0 0 0 0 0
19 Ipswich Town 38 4 10 24 36 82 -46 22
20 Southampton 38 2 6 30 26 86 -60 12
20 Wolves 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner