Hlusta á tilboð í Mateta næsta sumar - Mainoo efstur á óskalista Napoli - Ungur Þjóðverji á blaði hjá Liverpool og Man Utd
   þri 14. maí 2024 11:30
Elvar Geir Magnússon
„Skammarlegt fyrir Man Utd að enda með neikvæða markatölu“
Erik ten Hag.
Erik ten Hag.
Mynd: EPA
Manchester United er í áttunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar og með markatölna 52:56, markamismuninn -4. Liðið á eftir að spila tvo leiki á tímabilinu.

Joe McGrath umsjónarmaður hlaðvarpsins The Devil's Advocate kom inn á þetta þegar framtíð stjórans Erik ten Hag var rædd.

„Ef við töpum báðum leikjunum sem við eigum eftir, segjum með eins marks mun, þá endum við með sex mörk í mínus í markatölu og í áttunda sæti," segir McGrath.

„Hvernig getur stjóri haldið stöðu sinni hjá stærsta fótboltafélagi heims með þá tölfræði? Það er til skammar, algjörlega til skammar."

„Ég veit að þetta hefur verið erfitt fyrir Ten Hag vegna meiðslavandræða, en samt er það skammarlegt."

Manchester United tekur á móti Newcastle annað kvöld og heimsækir svo Brighton í lokaumferðinni á sunnudag. Annan laugardag leikur liðið bikarúrslitaleik gegn Manchester City á Wembley.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 14 10 3 1 27 7 +20 33
2 Man City 14 9 1 4 32 16 +16 28
3 Aston Villa 14 8 3 3 20 14 +6 27
4 Chelsea 14 7 3 4 25 15 +10 24
5 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
6 Sunderland 14 6 5 3 18 14 +4 23
7 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
8 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
9 Liverpool 14 7 1 6 21 21 0 22
10 Everton 14 6 3 5 15 17 -2 21
11 Tottenham 14 5 4 5 23 18 +5 19
12 Newcastle 14 5 4 5 19 18 +1 19
13 Brentford 14 6 1 7 21 22 -1 19
14 Bournemouth 14 5 4 5 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Nott. Forest 14 4 3 7 14 22 -8 15
17 Leeds 14 4 2 8 16 26 -10 14
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 14 3 1 10 15 28 -13 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner