Man City setur verðmiða á Cancelo - Simons eftirsóttur - Lille hafnar Liverpool
   þri 14. maí 2024 15:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
KA gert að greiða Arnari tæpar 11 milljónir króna
Arnar Grétarsson er fyrrum þjálfari KA.
Arnar Grétarsson er fyrrum þjálfari KA.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KA hefur verið dæmt til að greiða Arnari Grétarssyni, fyrrum þjálfara sínum, tæpar ellefu milljónir króna auk dráttarvaxta vegna vangoldinna bónusa. Þetta kemur fram á 433.is í dag.

Arnar stefndi KA fyrr á þessu ári en málið sneri að kröfum sem þjálfarinn taldi sig eiga á hendur KA fyrir ógreiddan bónus eftir að hafa hjálpað liðinu að komast í Evrópukeppni.

Arnar stýrði KA frá 2020 til 2022 en á hans síðasta tímabili með liðið endaði það í öðru sæti Bestu deildarinnar og tryggði sér þar með sæti í forkeppni Sambandsdeildarinnar.

Undir lok sumarsins 2022 skildu leiðir Arnars og KA hins vegar eftir að hann náði munnlegu samkomulagi við Val. Hallgrímur Jónasson stýrði KA í síðustu leikjum tímabilsins og hefur gert það síðan. KA gulltryggði sig inn í Evrópukeppni eftir að Hallgrímur tók við liðinu en Arnar taldi sig eiga rétt á bónus frá KA - tiltekið hlutfall af greiðslum samkvæmt samningi - og fór það fyrir dómstóla.

Fyrir dómi í dag var KA svo gert að greiða Arnari tæplega 8,8 milljónir króna, auk 2 milljónir króna í málskostnað.

KA getur farið enn lengra með málið og áfrýjað dómnum til Landsréttar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner