Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 14. maí 2024 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óvænt tíðindi frá Þýskalandi - Tvö stór nöfn ekki í lokahópnum
Leon Goretzka.
Leon Goretzka.
Mynd: Getty Images
Mats Hummels.
Mats Hummels.
Mynd: Getty Images
Þýska knattspyrnusambandið er núna hægt og rólega að tilkynna sinn hóp fyrir Evrópumótið í sumar; einn í einu.

Þær óvæntu fréttir voru að berast frá Þýskalandi að Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München, verði ekki með á mótinu. Julian Nagelsmann, landsliðsþjálfari Þjóðverja, ákvað að velja hann ekki í hópinn.

Goretzka, sem er 29 ára gamall, hefur spilað 57 A-landsleiki fyrir Þýskaland og skorað í þeim 14 mörk.

Það er einnig fjallað um það í þýskum fjölmiðlum að Mats Hummels, varnarmaður Borussia Dortmund, verði ekki í hópnum. Hummels er mikill reynslubolti og hefur verið að spila vel með Dortmund sem er komið í úrslitaleik Meistaradildarinnar.

Búið er að opinbera sjö leikmenn sem verða í 26 manna hópi Þýskalands fyrir EM á heimavelli. Það eru :

Nico Schlotterbeck (Dortmund)
Jonathan Tah (Leverkusen)
Aleksandar Pavlovi? (Bayern)
Manuel Neuer (Bayern)
Niclas Füllkrug (Dortmund)
Chris Führich (Stuttgart)
Robin Koch (Frankfurt)
Athugasemdir
banner
banner