Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 21:33
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Frattesi fullkomnaði dramatíska endurkomu Inter
Davide Frattesi
Davide Frattesi
Mynd: EPA

Udinese 1 - 2 Inter
1-0 Lazar Samardzic ('40 )
1-1 Hakan Calhanoglu ('55 , víti)
1-2 Davide Frattesi ('90 )


Inter er óstöðvandi í ítölsku deildinni en liðið heldur fjórtán stiga forystu á toppnum eftir dramatískan sigur á Udinese í kvöld.

Udinese var með forystu í hálfleik en Hakan Calhanoglu jafnaði metin með marki úr vítaspyrnu eftir tíu mínútna leik í þeim síðari.

Sjö mínútur voru í uppbótatíma en leikmenn Inter fjölmenntu inn á vítateignum undir lokin.

Þegar fimm mínútur voru komnar framyfir venjulegan leiktíma átti Lautaro Martinez skot sem Maduka Okoye markvörður Udinese varði í stöngina, boltinn var laus inn á markteignum og Davide Frattesi var fyrstur að átta sig og setti boltann í netið og tryggði Inter sigurinn.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 38 40 -2 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 59 -23 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner