Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína á förum frá Bayern? -„Er í alls konar pælingum"
Icelandair
Í leik með Leverkusen í vetur.
Í leik með Leverkusen í vetur.
Mynd: Mirko Kappes
'Það er ekkert ljóst, ég segi ekki neitt'
'Það er ekkert ljóst, ég segi ekki neitt'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðskonan Karólína Lea Vilhjálmsdóttir er á láni hjá Bayer Leverkusen frá Bayern Munchen í vetur. Hún er samningsbundin Bayern ram á sumarið 2025 eftir að hafa skrifað undir þriggja ára samning árið 2022.

Í viðtali við Fótbolta.net í liðinni viku mátti þó aðeins heyra á Karólínu að hún myndi ekki endilega vera hjá Bayern út samninginn.

„Það hefur gengið mjög vel hjá Leverkusen í vetur. Ég spilaði lítið hjá Bayern, kem til Leverkusen sem var klárlega rétt skref. Ég er búin að spila næstum allar mínútur sem er hrikalega jákvætt þannig ég er bara sátt," sagði Karólína.

Hún spilar sem önnur af tveimur 'tíum' í liði Leverkusen, spilar hægra megin „sem ég fíla mjög vel."

„Ég var mjög hungruð þegar ég kom frá Bayern, gat ekki beðið eftir því að byrja að spila. Ég held að hungrið í að vilja spila hafi haft sitt að segja. Ég sé samt ekki eftir því að hafa tekið þessi ár í Bayern. Ég þroskaðist mjög mikið, en þetta var klárlega rétt skref."

Veistu hvernig framhaldið er hjá þér?

„Maður er í alls konar pælingum. Ég veit ekki 100% en það ætti að koma í ljós á næstu vikum."

Er orðið ljóst að þú verðir ekki áfram hjá Bayern?

„Það er ekkert ljóst, ég segi ekki neitt," sagði Karólína og hló.

Hún er 22 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem var fengin til Bayern frá Breiðabliki í janúar árið 2021. Hún lék aðeins 23 deildarleiki með Bayern áður en hún var svo lánuð til Leverkusen síðasta sumar. Hjá Leverkusen hefur hún skorað fimm mörk og lagt upp sex í deildinni samkvæmt Flashscore.

Karólína lék sinn 38. landsleik á föstudag gegn Póllandi og lagði upp þriðja mark Íslands fyrir Sveindísi Jane Jónsdóttur. Í leikjunum 38 hefur Karólína skorað níu mörk. Viðtalið við hana eftir leikinn má nálgast hér að neðan.
Karólína klár fyrir leikinn gegn Þýskalandi - „Galið að hún sé ekki að spila meira hjá Wolfsburg“
Athugasemdir
banner
banner