Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
Óli Kristjáns: Get ekki tekið undir það að dómgæslan hafi verið slök
Ómar Björn: Greinilega alltaf gíraðir gegn Blikunum
banner
   fim 04. apríl 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Hef samt engar áhyggjur af því
Icelandair
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, þetta er sterkt lið, hörkuleikmenn; margir leikmenn úr Bundesligunni, þannig við erum bara mjög spenntar," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Á morgun mætir Ísland liði Póllands í undankeppni EM. Um fyrsta leik riðilsins er að ræða, leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Er þetta svipað lið og liðið sem við mættum 2022 fyrir EM?

„Við vorum reyndar mjög lélegar í þeim leik. Þetta er svipað lið og við vitum að þær eru mjög sterkar. Þetta verður erfiður leikur."

Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum. Karólína hefur mætt henni í þýsku deildinni. Hversu góð er hún?

„Hún er frábær, við þurfum að leggja leikinn svolítið upp þannig að við lokum á hana. Þær fara mikið upp þar. Ég hef samt engar áhyggjur af því."

Karolína er ekki alveg í sama hlutverki hjá landsliðinu og með félagsliði sínu Leverkusen. „Við erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%."

Karólína var hreinskilin með það að hún fylgdist ekki með drættinum þegar dregið var í undankeppninni. „Ég sá þetta bara eitthvað á netinu. Ég held að við höfum sloppið vel. Þýskaland er frábært lið, en upp og niður svolítið. Pólland og Austurríkur eru kannski svolítið svipuð - en allt frábær lið. Markmiðið er að fara beint á EM," sagði Karólína.

Í viðtalinu ræðir hún um tímann sinn hjá Bayer Leverkusen þar sem hún spilar á láni frá Bayern Munchen. Í lokin tjáði sig hún sig svo um frænda sinn Gylfa Þór Sigurðsson.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner