Man Utd hefur engan áhuga á Ramos - Tottenham reynir að selja Bissouma - Bayern ætlar að ræða við Guehi
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
banner
   fim 04. apríl 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Hef samt engar áhyggjur af því
Icelandair
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, þetta er sterkt lið, hörkuleikmenn; margir leikmenn úr Bundesligunni, þannig við erum bara mjög spenntar," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Á morgun mætir Ísland liði Póllands í undankeppni EM. Um fyrsta leik riðilsins er að ræða, leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Er þetta svipað lið og liðið sem við mættum 2022 fyrir EM?

„Við vorum reyndar mjög lélegar í þeim leik. Þetta er svipað lið og við vitum að þær eru mjög sterkar. Þetta verður erfiður leikur."

Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum. Karólína hefur mætt henni í þýsku deildinni. Hversu góð er hún?

„Hún er frábær, við þurfum að leggja leikinn svolítið upp þannig að við lokum á hana. Þær fara mikið upp þar. Ég hef samt engar áhyggjur af því."

Karolína er ekki alveg í sama hlutverki hjá landsliðinu og með félagsliði sínu Leverkusen. „Við erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%."

Karólína var hreinskilin með það að hún fylgdist ekki með drættinum þegar dregið var í undankeppninni. „Ég sá þetta bara eitthvað á netinu. Ég held að við höfum sloppið vel. Þýskaland er frábært lið, en upp og niður svolítið. Pólland og Austurríkur eru kannski svolítið svipuð - en allt frábær lið. Markmiðið er að fara beint á EM," sagði Karólína.

Í viðtalinu ræðir hún um tímann sinn hjá Bayer Leverkusen þar sem hún spilar á láni frá Bayern Munchen. Í lokin tjáði sig hún sig svo um frænda sinn Gylfa Þór Sigurðsson.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir