Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   fim 04. apríl 2024 15:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Karólína: Hef samt engar áhyggjur af því
Icelandair
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
'Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%'
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
'ið erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. '
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Leikurinn leggst mjög vel í mig, þetta er sterkt lið, hörkuleikmenn; margir leikmenn úr Bundesligunni, þannig við erum bara mjög spenntar," sagði Karólína Lea Vilhjálmsdóttir við Fótbolta.net í gær.

Á morgun mætir Ísland liði Póllands í undankeppni EM. Um fyrsta leik riðilsins er að ræða, leikurinn hefst klukkan 16:45 og fer fram á Kópavogsvelli.

Er þetta svipað lið og liðið sem við mættum 2022 fyrir EM?

„Við vorum reyndar mjög lélegar í þeim leik. Þetta er svipað lið og við vitum að þær eru mjög sterkar. Þetta verður erfiður leikur."

Ewa Pajor er öflugasti leikmaður Póllands, hefur skorað 55 mörk í 70 landsleikjum. Karólína hefur mætt henni í þýsku deildinni. Hversu góð er hún?

„Hún er frábær, við þurfum að leggja leikinn svolítið upp þannig að við lokum á hana. Þær fara mikið upp þar. Ég hef samt engar áhyggjur af því."

Karolína er ekki alveg í sama hlutverki hjá landsliðinu og með félagsliði sínu Leverkusen. „Við erum meira sóknarsinnaðri úti, maður þarf kannski aðeins meira að verjast hér. Maður gerir það, hleypur með hjartanu þegar maður spilar með íslenska liðinu. Þetta eru frekar ólík hlutverk en maður gerir þau alltaf 100%."

Karólína var hreinskilin með það að hún fylgdist ekki með drættinum þegar dregið var í undankeppninni. „Ég sá þetta bara eitthvað á netinu. Ég held að við höfum sloppið vel. Þýskaland er frábært lið, en upp og niður svolítið. Pólland og Austurríkur eru kannski svolítið svipuð - en allt frábær lið. Markmiðið er að fara beint á EM," sagði Karólína.

Í viðtalinu ræðir hún um tímann sinn hjá Bayer Leverkusen þar sem hún spilar á láni frá Bayern Munchen. Í lokin tjáði sig hún sig svo um frænda sinn Gylfa Þór Sigurðsson.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum efst.
Athugasemdir
banner
banner