Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mán 08. apríl 2024 15:00
Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar frumsýndu nýtt merki á búningum sínum í gær
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR-ingar frumsýndu nýtt KR merki á búningum sínum þegar liðið mætti til leiks í Bestu-deild karla í gærkvöldi.

Lestu um leikinn: Fylkir 3 -  4 KR

Merkið er í svokölluðum retro stíl en KR sem er stofnað árið 1899 er 125 ára á þessu ári og þess er minnst í nýja merkinu. Um er að ræða afmælismerki sem verður bara notað í sumar en hið gamla verður enn við lýði.

Um merkið þarf ekki annars að hafa mörg orð en það má sjá hér á myndinni sem fylgir fréttinni.

Merkið virðist hafa gefið KR og Atla Sigurjónssyni byr undir báða vængi því liðið vann 3 - 4 sigur á Fylki og Atli skoraði tvö mörk í leiknum.

Ísak Einarsson og Þorgeir K. Blöndal eru hönnuðir merkisins.
Mynd: KR

Athugasemdir
banner
banner
banner