Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 13:00
Elvar Geir Magnússon
Ödegaard: Við hræðumst enga
Martin Ödegaard.
Martin Ödegaard.
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard fyrirliði Arsenal segir að liðið hræðist enga mótherja. Á morgun tekur Arsenal á móti Bayern München í fyrri viðureign liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Eftir sigur gegn Brighton á laugardaginn hefur Arsenal unnið tíu af ellefu úrvalsdeildarleikjum á almanaksárinu. Bæjarar eru hinsvegar ekki á góðu skriði og töpuðu fyrir Heidenheim um helgina.

Meistaradeildin er eina raunhæfa von Harry Kane um að vinna titil með Bayern á sínu fyrsta tímabili í Þýskalandi. Hann hefur skorað 38 mörk á tímabilinu.

„Við berum að sjálfsögðu virðingu fyrir honum en ég held að við óttumst enga. Við þurfum að einbeita okkur að okkur sjálfum og þeim gæðum sem við höfum í liðinu. Hann er góður leikmaður, ég hef spilað nokkrum sinnum gegn honum og veit hvaða gæðum hann býr yfir. Hann er sérstaklega góður í teignum og einnig í sóknarspilinu," segir Ödegaard.

„Bayern er gott lið með fjölda góðra sóknarleikmanna og þetta veðrur stórt kvöld á Emirates. Þeir hafa átt nokkur skrítin úrslit í deildinni en þegar þú horfir á hópinn vitum við að þetta er mjög sterkt lið með frábæra einstaklinga. Við erum tilbúnir í harða baráttu."
Athugasemdir
banner
banner