Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 09:35
Elvar Geir Magnússon
Al-Ittihad ætlar að gera tilboð í Salah - Liverpool býður Amorim samning
Powerade
Mohamed Salah.
Mohamed Salah.
Mynd: Getty Images
Tosin Adarabioyo.
Tosin Adarabioyo.
Mynd: Getty Images
Salah, Williams, Paqueta, Amorim, Adarabioyo, Summerville, Branthwaite. Hér er Powerade slúðurpakkinn, BBC tók saman það helsta úr miðlunum.

Al-Ittihad í Sádi-Arabíu er tilbúið að bjóða 70 milljónir punda í egypska framherjann Mohamed Salah (31) hjá Liverpool í sumar. (TalkSport)

Chelsea vill tryggja sér spænska framherjann Nico Williams (21) frá Athletic Bilbao fyrir 43 milljónir punda, áður en sumarglugginn opnar. (Football Insider)

Manchester City hefur komist að samkomulagi við West Ham um brasilíska miðjumanninn Lucas Paqueta (26) fyrir sumargluggann. (Foot Mercato)

Liverpool hefur boðið Rúben Amorim stjóri Sporting Lissabon þriggja ára samning og vilja að hann taki við af Jurgen Klopp í sumar. (Pedro Sepulveda)

West Ham, Liverpool, Tottenham og AC Milan vilja fá varnarmanninn Tosin Adarabioyo (26) frá Fulham en sammingur hans rennur út í sumar. (Guardian)

Liverpool, Newcastle United og AC Milan íhuga að gera tilboð í hollenska vængmanninn Crysencio Summerville (22) hjá Leeds. (Football Transfers)

Chelsea hefur ekki áhuga á brasilíska markverðinum Bento (24) hjá Athletico Paranaense en ítalska félagið Inter mun fá samkeppni frá öðrum félögum í ensku úrvalsdeildinni. (Gazetto dello Sport)

Borussia Dortmund hefur áhuga á belgíska vængmanninum Johan Bakayoko (20) hjá PSV Eindhoven en Burnley og Brentford vilja einnig fá hann. (Voetbal International)

Enski varnarmaðurinn Jarrad Branthwaite (21) hjá Everton segist ekki hlusta eða lesa vangaveltur um sína eigin framtíð en talað er um áhuga frá Manchester United og Real Madrid. (90min)

Paris St-Germain hefur ekki gefið upp von um að fá spænska miðjumanninn Gavi (19) frá Barcelona í sumar, þrátt fyrir að hann sé með milljarð evru riftunarákvæði. (L'Equipe - in French)

Brasilíski miðjumaðurin Felipe Anderson (30) hjá Lazio er nálægt því að samþykkja að fara til Juventus á frjálsri sölu eftir tímabilið. (Fabrizio Romano)

Manuel Pellegrini stjóri Real Betis hefur ekki hitt Roma til að ræða um að taka við sem stjóri. Hann heimsótti Róm nýlega í frí með fjölskyldunni. (Muchodeporte)
Athugasemdir
banner
banner