Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Championship: Óvænt tap Leicester - Skoraði þrennu af bekknum
Osmajic skoraði þrennu á sjö mínútum
Osmajic skoraði þrennu á sjö mínútum
Mynd: Getty Images
Leicester tapaði fyrir Millwall
Leicester tapaði fyrir Millwall
Mynd: Getty Images
Topplið ensku B-deildarinnar, Leicester City, tapaði óvænt fyrir Millwall, 1-0, á The Den í Lundúnum í kvöld.

Leicester var komið aftur á gott ról í deildinni eftir að hafa hikstað í nokkrum leikjum.

Gestirnir í Leicester voru mun meira með boltann en náðu ekki að skapa sér mikið. Í síðari hálfleik fóru lærisveinar Enzo Maresca að færa sig ofar á völlinn og það var þá sem Millwall nýtti tækifærið.

Ryan Longman kom með sleggju af löngu færi og reyndist það eina markið.

Leicester er áfram á toppnum með 88 stig en Millwall er í 17. sæti með 47 stig.

Milutin Osmajic átti þá einhverja ótrúlegustu innkomu deildarinnar er hann skoraði þrennu í 4-1 sigri Preston á Huddersfield.

Osmajic kom inn af bekknum á 76. mínútu í stöðunni 1-1 en hann gerði þrennu á sjö mínútum og tryggði sínu liði sigurinn. Þetta var mikilvægur sigur fyrir Preston sem er í 8. sæti aðeins fimm stigum frá umspilssæti þegar fimm leikir eru eftir.

Leeds gerði þá markalaust jafntefli við Sunderland. Leeds hefði getað tekið toppsætið með sigri en bara gat ekki fundið leið framhjá Anthony Patterson í marki Sunderland.

Leeds er í 2. sæti með 87 stig eins og Ipswich sem er með slakari markatölu.

Úrslit og markaskorarar:

Leeds 0 - 0 Sunderland

Millwall 1 - 0 Leicester City
1-0 Ryan Longman ('59 )

Plymouth 1 - 1 QPR
0-1 Sam Field ('73 )
1-1 Albert Adomah ('85 , sjálfsmark)

Preston NE 4 - 1 Huddersfield
0-1 Josh Koroma ('42 )
1-1 Will Keane ('53 , víti)
2-1 Milutin Osmajic ('84 )
3-1 Milutin Osmajic ('87 )
4-1 Milutin Osmajic ('90 )

Sheffield Wed 2 - 2 Norwich
0-1 Josh Sargent ('11 )
0-2 Borja Sainz ('16 )
1-2 Michael Ihiekwe ('78 )
2-2 Michael Smith ('85 )

Southampton 2 - 1 Coventry
0-0 Haji Wright ('10 , Misnotað víti)
1-0 Kyle Walker-Peters ('18 )
2-0 Che Adams ('38 )
2-1 Jake Bidwell ('68 )
Stöðutaflan England Championship - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Leicester 45 30 5 10 86 39 +47 95
2 Leeds 45 27 9 9 80 41 +39 90
3 Ipswich Town 44 26 12 6 88 56 +32 90
4 Southampton 45 25 9 11 85 62 +23 84
5 Norwich 45 21 10 14 79 63 +16 73
6 West Brom 45 20 12 13 67 47 +20 72
7 Hull City 45 19 13 13 68 59 +9 70
8 Middlesbrough 45 19 9 17 68 61 +7 66
9 Coventry 44 17 13 14 68 55 +13 64
10 Preston NE 45 18 10 17 56 61 -5 64
11 Bristol City 45 17 11 17 53 47 +6 62
12 Cardiff City 45 19 5 21 51 65 -14 62
13 Swansea 45 15 12 18 59 64 -5 57
14 Watford 45 13 17 15 60 58 +2 56
15 Sunderland 45 16 8 21 52 52 0 56
16 Millwall 45 15 11 19 44 55 -11 56
17 QPR 45 14 11 20 45 57 -12 53
18 Stoke City 45 14 11 20 45 60 -15 53
19 Blackburn 45 13 11 21 58 74 -16 50
20 Sheff Wed 45 14 8 23 42 68 -26 50
21 Plymouth 45 12 12 21 58 70 -12 48
22 Birmingham 45 12 11 22 49 65 -16 47
23 Huddersfield 45 9 18 18 48 75 -27 45
24 Rotherham 45 4 12 29 32 87 -55 24
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner