Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Dier: Ég ætti að vera ennþá í enska landsliðinu
Eric Dier, leikmaður Bayern München.
Eric Dier, leikmaður Bayern München.
Mynd: EPA
Eric Dier, varnarmaður Bayern München, segist vera að spila sinn besta fótbolta á ferlinum og að hann ætti enn að vera í enska landsliðshópnum.

Dier á 39 landsleiki en hefur ekki spilað fyrir enska landsliðið síðan í desember 2022. Hann er þrítugur og gekk í raðir Bayern München eftir næstum áratug hjá Tottenham.

„Ég hef ekki dalað neitt síðan á HM. Fólk heldur að ég sé orðinn 37 ára eða eitthvað en ég er 30 ára og er alls ekki kominn yfir mitt besta."

Telur hann góða möguleika á að vera valinn aftur í enska landsliðið?

„Ég vil vera hluti af enska landsliðinu og tel að ég ætti að vera það. Gæði mín séu það mikil."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner